Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:56 „Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“ Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira