Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:56 „Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“ Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“
Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira