Sigmundur um skjöl Víglundar: Mættum mjög harðri viðspyrnu þegar við bentum á þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 23. janúar 2015 12:56 „Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
„Ég er bara búinn að renna yfir umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum og aðeins byrjaður að kíkja á gögnin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, um þá rannsóknarvinnu sem Víglundur Þorsteinsson hefur lagt á sig um stofnun nýju bankanna. Sigmundur var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Víglundur hefur aflað gagna og segir hann stjórnmálamenn og bankana hafa blekkt þjóðina. Víglundur telur að stórfelld og margvísleg lagabrot hafi verið framin eftir að ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins um stofnúrskurði nýju bankanna í október 2008 var breytt. Þannig hafi erlendir kröfuhafar hagnast um 300 til 400 milljarða á kostnað þjóðarinnar.Sjá einnig: „Það má segja að ríkistjórnin hafi kerfisbundið unnið gegn íslenskum hagsmunum“ „Þetta er, svona við fyrstu sýn, býsna sláandi. Þetta byggir meðal annars á fundargerðum sem hann hefur orðið sér út um. Það er því að minnsta kostið tilefni til þess að gefa þessu gaum. Því sem er haldið þarna fram er þess eðlis að það þarf að rannsaka þetta og komast endanlega til botns í þessu.“ Sigmundur segir að hann og fólk í sínum flokki hafi reynt að benda á þetta á sínum tíma. „Þá mættum við mjög harðri viðspyrnu, vægast sagt. Þetta var mikið átakamál þannig að þetta á sér langa sögu og þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að þetta stóra mál sem skuldaleiðréttingin varð. Við töldum það ekki aðeins skynsamlegt heldur líka beinlínis réttlætismál gagnvart heimilunum.“ Sigmundi mislíkar umræðuna um að alltaf sé verið að gefa fólki peninga. „Þetta var tekið af fólki í stað þess að láta það eðlilega gerast, að fólk myndi njóta að einhverju leyti þessarar niðurfærslu.“Verið að gefa peninga Sigmundur segir að verið sé að gefa kröfuhöfum peninga. „Það er eitthvað sem er ekki hægt að horfa framhjá þegar menn vinna úr þessum hlutum núna. Þó að margt sem þarna kemur fram sé einmitt það sem við héldum fram á sínum tíma og var efniviður í mikil pólitísk átök og alveg gríðarlega mikið reynt að keyra þetta í kaf, þá er svo sláandi að sjá hversu langt menn gengu í, ekki aðeins að líta framhjá tækifærinu, heldur að koma í veg fyrir að tækifærið yrði nýtt. Þegar meira segja Fjármálaeftirlitið er búið að ganga þarna frá stofnsamningum inn í bankana að menn fari þá í það að vinda ofan af því.“ Forsætisráðherrann segir að menn hafi fundið leiðir til þess að fara framhjá neyðarlögunum. „Þau voru sett til að tryggja hagsmuni almennings. Þetta er svo sannarlega tilefni til frekari athugunar.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun