Körfubolti

Sigmundur rétt missti af því að dæma hjá Herði Axel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson með Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ og Guðbjörgu Norðfjörð, varaformanni KKÍ.
Sigmundur Már Herbertsson með Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ og Guðbjörgu Norðfjörð, varaformanni KKÍ. Vísir/Valli
Íslenski FIBA-dómarinn Sigmundur Már Herbertsson er enn á ferð um Evrópu að dæma á vegum FIBA Europe en Njarðvíkingurinn hefur staðið sig vel með flautuna í vetur.

Sigmundur Már fékk tvo leiki í þessari viku og fóru þeir báðir fram í Belgíu. Hann dæmdi í gær leik belgíska liðsins Mons-Hainaut og liðs Bakken Bears frá Danmörku í riðlakeppni 32-liða úrslita FIBA Europe Cup.

Í kvöld dæmir Sigmundur Már síðan leik belgsíska liðsins Antwerp Giants og tékkneska liðsins CEZ Nymburk sem er fyrrverandi félags Harðar Axels Vilhjálmssonar. Sá leikur er í sömu keppni.

Sigmundur Már rétt missti því að dæma hjá Herði Axel en Hörður Axel yfirgefa tékkneska liðsins og fór aftur til Aries Trikalla í Grikklandi.

Meðdómarar Sigmundar í báðum leikjunum eru Regis Barders frá Frakkland og Zafer Yilmaz frá Tyrklandi en eftirlitsmaður er Trevor Pountain frá Englandi.

Auk þess að dæma alla þessa leiki í Evrópukeppnunum í vetur þá hefur Sigmundur Már einnig dæmt á fullu í Domino´s deildunum en hann var á dögunum valinn besti dómari fyrri hlutans.

Sigmundur Már fær ekki mikinn tíma í Belgíu því hann snýr strax aftur til Íslands og dæmir leik ÍR og FSu í Hertz hellinum í Seljaskóla á fimmtudagskvöldið en það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið í fallbaráttu Domino´s deildar karla.

Sigmundur Már dæmir síðan leik Hauka og Keflavíkur á föstudagskvöldið og nær því um leið að dæma fjóra leiki á fjórum dögum í tveimur löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×