Innlent

Sigmundur hissa á viðbrögðum ASÍ

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sigmundur sagði í morgun að hann myndi líka hlusta eftir tillögum stjórnarandstöðunnar.
Sigmundur sagði í morgun að hann myndi líka hlusta eftir tillögum stjórnarandstöðunnar. Vísir / Valli
„Að sjálfsögðu hlustum við á ábendingar Alþýðusambandsins eins og annarra aðila á vinnumarkaði þó að menn hljóti að gera þá kröfu  til slíkra ábendinga að þær séu á rökum reistar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinsti grænna, á þingi í morgun.

„Það kemur óneitanlega á óvart og skýtur svolítið skökku við að forseti Alþýðusambandins skuli kjósa að bregðast við fjárlagafrumvarpinu með þeim hætti sem hann gerir í ljósi þess að með þessu fjárlagafrumvarpi er verið að bæta stöðu íslenskra heimila verulega,“ sagði Sigmundur við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um sama efni.

Sigmundur tók líka fram í svörum sínum að ríkisstjórnin myndi hlusta eftir hugmyndum stjórnarandstöðunnar. „Við erum það miklir þingræðissinnar, að við teljum eðlilegt að mál fái eðlilega þinglega meðferð,“ sagði hann. „Sjái menn jafnvel sóknarfæri einhverstaðar þá eru menn reiðubúnir að fylgja því eftir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×