Innlent

Sigmundur Ernir telur ekki þingmeirihluta fyrir kolefnisskatti

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar
Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar mynd/anton brink
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ekki sé þingmeirihluti fyrir kolefnisskatti inni á Alþingi. Þetta kom fram í viðtali við hann í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Hvað kolefnisskattinn varðar þá leggst hann misjafnlega á fyrirtæki, síður á hina hefðbundu stóriðju sem álverin eru, en meira á kísiliðju og þar erum við með 3 félög í gangi,“ sagði Sigmundur Ernir í þættinum í dag og benti á að kolefnisskatturinn muni setja rekstur nýrra fyrirtækja á þessu sviði í uppnám.

„Og við megum ekki við því. Þess vegna legg ég ofuráherslu á það að skattaumhverfi þessara fyrirtækja verði ekki úr korti við samkeppnislönd okkar. Og ég mun ekki samþykkja það, ekki frekar en margir aðrir félagar mínir í þingflokki Samfylkingarinnar og þar að leiðandi held ég að það geti ekki orðið að þessu,“ sagði hann.

Hann var spurður að því hvort að málið verði fellt á Alþingi. „Ég held að það sé það mikið í húfi til að koma atvinnulífinu að stað, kísilver munu ekki bjarga okkur ein og sér, heldur fjölbreytt atvinnulíf og ég er talsmaður að auka fjölbreytni atvinnulífs. Og ég hef enga trú á því að iðnaðarráðherra, sem kemur úr okkar hópi, muni leggjast á sveif með því að skattleggja okkur í þessum efnum út af markaðnum, það kemur einfaldlega ekki til greina.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Sigmund Erni hér að ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×