Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2014 13:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Sjá meira