Sigmundur Davíð fékk stórkrossinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2014 13:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var sæmdur stórkrossinum hinn 13. desember síðastliðinn. Degi áður, eða 12. desember, var Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sæmdur stórriddarakrossinum. Athafnirnar fóru fram á Bessastöðum, eins og venja er, en var fjölmiðlum ekki tilkynnt um þær. DV greindi fyrst frá. Orðustig íslensku fálkaorðunnar eru fimm talsins. Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig. Sigmundur er annar einstaklingurinn í ár sem fær slíka viðurkenningu en í ágúst síðastliðnum var Dag Wernö Holter norskur sendiherra sæmdur stórkrossinum. Árið 2013 voru þrettán erlendir einstaklingar sæmdir stórkrossinum og tveir árið 2012. Það voru þau Karl Sigurbjörnsson biskup og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fyrir störf þeirra og forystu í málefnum þjóðkirkju og trúarlífs. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er formaður orðunefndarinnar. Þá eru það þau Ellert B. Schram, fyrrverandi forseti ÍSÍ, Rakel Olsen, Ólafur Egilsson, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson sem skipa stjórn orðunefndarinnar. Fálkaorðan er íslensk heiðursviðurkenning sem veitt er bæði íslenskum og erlendum einstaklingum. Hún var stofnuð 3.júlí 1921 af Kristjáni X „til að sæma þá sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður Íslands“. Nýjum orðuhöfum er oftast veitt viðurkenningin á nýársdag eða á þjóðhátíðardaginn 17.júní af forseta Íslands. Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd fjallar um tilnefningarnar og gerir tillögur til forseta um hverjir skuli hljóta orðu. Oftast er það ríflegur tugur hverju stigi.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira