Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Karl Sigfússon skrifar 17. nóvember 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest?
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun