Sigga Hlö ofboðið og baulaði á Bubba í Hörpu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júní 2016 14:45 Siggi var annars ánægður með tónleikana. vísir/eyþór/vilhelm „Ég var staddur þarna í yndislegu afmæli þegar hann hélt bara framboðsræðu,“ segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, sem var á afmælistónleikum Bubba Morthens í gær. Bubbi varð 60 ára í gær og hélt af því tilefni afmælistónleika í Hörpunni. Bubbi er greinilega mikill aðdáandi Andra Snæs Magnasonar, forsetaframbjóðanda, og fór fögrum orðum um hann á tónleikunum. Siggi Hlö var ekki paránægður með áróðurinn og stóð upp og púaði. „Ég kunni bara illa við þetta og fannst þetta algjörlega óviðeigandi og taktlaust. Þetta átti bara ekkert við í sextugs afmæli, að vera með framboðsfund. Ég púaði því nokkuð hressilega á hann og það voru nokkrir þarna í kringum mig sem störðu hreinlega á mig,“ segir Siggi sem fékk enginn viðbrögð frá Bubba í kjölfarið. „Hann er náttúrulega orðinn heyrnalaus elsku kallinn og kominn með heyrnatæki. Ég ætlaði svo sem ekkert að fara slást eitthvað við hann þarna, en mig langaði bara að lýsa yfir óánægju minni með þetta. Að öðru leyti var þetta alveg frábært kvöld og æðislegir tónleikar.“ Siggi segir að það þori aldrei neinn að mótmæli Bubba. „Hann er bara kóngurinn en ég lét vaða. Það skipti mig engu máli hvaða frambjóðanda hann var að mæla með, þetta snérist ekkert um það. Þarna voru 1500 manns saman komin í Hörpunni, allir búnir að kaupa sig rándýrt inn og mér fannst þetta ekki viðeigandi. Hvort var ég í afmæli eða á framboðsfundi?“ Þess má geta að Siggi Hlö hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem Siggi á hlut í, starfar við framboð Höllu. Uppfært klukkan 16:00Bubbi Morthens hefur svarað Sigga Hlö og vonar að boð á tónleika, í mat og afmælisgjöf hafi ekki sett líf hans á hliðina. Þetta hafi verið skoðun Bubba og hann hafi tekið það skýrt fram. Svarið má sjá hér að neðan. Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég var staddur þarna í yndislegu afmæli þegar hann hélt bara framboðsræðu,“ segir útvarpsmaðurinn Sigurður Hlöðversson, sem var á afmælistónleikum Bubba Morthens í gær. Bubbi varð 60 ára í gær og hélt af því tilefni afmælistónleika í Hörpunni. Bubbi er greinilega mikill aðdáandi Andra Snæs Magnasonar, forsetaframbjóðanda, og fór fögrum orðum um hann á tónleikunum. Siggi Hlö var ekki paránægður með áróðurinn og stóð upp og púaði. „Ég kunni bara illa við þetta og fannst þetta algjörlega óviðeigandi og taktlaust. Þetta átti bara ekkert við í sextugs afmæli, að vera með framboðsfund. Ég púaði því nokkuð hressilega á hann og það voru nokkrir þarna í kringum mig sem störðu hreinlega á mig,“ segir Siggi sem fékk enginn viðbrögð frá Bubba í kjölfarið. „Hann er náttúrulega orðinn heyrnalaus elsku kallinn og kominn með heyrnatæki. Ég ætlaði svo sem ekkert að fara slást eitthvað við hann þarna, en mig langaði bara að lýsa yfir óánægju minni með þetta. Að öðru leyti var þetta alveg frábært kvöld og æðislegir tónleikar.“ Siggi segir að það þori aldrei neinn að mótmæli Bubba. „Hann er bara kóngurinn en ég lét vaða. Það skipti mig engu máli hvaða frambjóðanda hann var að mæla með, þetta snérist ekkert um það. Þarna voru 1500 manns saman komin í Hörpunni, allir búnir að kaupa sig rándýrt inn og mér fannst þetta ekki viðeigandi. Hvort var ég í afmæli eða á framboðsfundi?“ Þess má geta að Siggi Hlö hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur en auglýsingastofan Pipar/TBWA, sem Siggi á hlut í, starfar við framboð Höllu. Uppfært klukkan 16:00Bubbi Morthens hefur svarað Sigga Hlö og vonar að boð á tónleika, í mat og afmælisgjöf hafi ekki sett líf hans á hliðina. Þetta hafi verið skoðun Bubba og hann hafi tekið það skýrt fram. Svarið má sjá hér að neðan.
Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira