Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur Óttar Martin Norðfjörð skrifar 26. september 2013 12:54 Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hef ég verið að hugsa um tölur. Um allskyns tölur. Um talnarunur og tölfræði og samanburð á tölum. Stundum er best að skoða heiminn út frá þeim. „Tölur ljúga ekki“ er stundum sagt. Þær fella heldur ekki áfellisdóm og eru hlutlausar, hafnar yfir rök og tilfinningar, birta okkur heiminn eins og hann er, ekki eins og við höldum að hann sé eða viljum að hann sé. Á lista WHO frá 2011 um lífslíkur fólks eru 193lönd. Efstu 30 löndin eru öll vestræn nema tvö. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum er í kringum 80 ár. Í Afríku, sunnan Sahara, er hann langt undir 60ár. Neðstu 30löndin á listanum eru öll í Afríku. Botnríkið er Sierra Leone með 47 ár. Það er næstum því helmingi styttri ævi en toppríkin sem eru í 83árum. Það kemur líklega ekki á óvart að tölfræði yfir ungbarnadauði kallist á við heimskortið um lífslíkur. Samkvæmt UNICEF deyja 5000börn daglega í þróunarríkjum vegna skorts á aðgengi að hreinu vatni. Þótt þetta sé pistill um tölur skulum við grípa til líkingar: Það er eins og ef 20 farþegaþotur fullar af börnum brotlentu einu sinni á dag. Það dóu í kringum 3000manns 11. september 2001, þegar tvær flugvélar flugu á Tvíburaturnana, og Vesturlönd eru enn að syrgja. Það eru 12ár síðan eða 4383dagar. Á sama tíma hafa 21.915.000 börn í þróunarríkjum dáið vegna vatnsskorts. Það má kannski kalla það verstu hryðjuverk sögunnar, og við erum því miður þátttakendur í þeim. En nóg um tíma, hættum að telja í árum og teljum frekar í peningum, enda er tíminn peningar, ekki satt? Starfsfólk í fataverksmiðjum í Bangladesh sem saumar fötin okkar er um þessar mundir að berjast fyrir því að fá að lágmarki jafnvirði 12.000krónur í mánaðarlaun. Núna eru lágsmarkslaunin um 4.500krónur fyrir vinnuviku sem er gjarnan 80klukkustundir við bágbornar, oft á tíðum lífshættulegar aðstæður. Lágsmarkslaun á Íslandi eru yfir 190.000krónur fyrir vinnuviku upp á 40klukkustundir. Það er helmingi styttri vinnuvika en í Bangladesh, en 42 sinnum hærri laun. Að tala um kaupmáttarjöfnuð stoðar lítið, því hann er 2.000dollarar á mann í Bangladesh, 40.000dollarar á Íslandi. Við erum með öðrum orðum margfalt ríkari, lifum miklu lengur, njótum meiri lífsgæða og eigum að öllu leyti þægilegra líf en langstærsti hluti heimsins. Okkur hættir til að halda að heimurinn sé einn, en það er rangt. Þeir eru margirog við búum í þeim tölfræðilega besta. Nei, afsakið, langbesta. En hvers vegna hjálpum við þá ekki þeim verst stöddu svo tölfræðin þeirra lagist? Er það vegna þess að við viljum ekki lækka lífsstandard okkar – sem byggir á því að þróunarríkin haldi okkur uppi með ódýrri vinnu og ódýrum aðgangi að auðlindum sínum – eða vegna þess að við gleymum okkur í amstri dagsins? Ég held að það sé síðari kosturinn. Annars væri ég ekki að skrifa þennan pistil. Við erum rík og við erum aflögufær. Lífslíkur í Afríku þurfa ekki að vera svona lágar. 5000 börn þurfa ekki að deyja daglega vegna vatnsskorts. Það er ýmislegt sem við getum gert án þess að fórna öllu. Það er til millivegur. Það eru til hjálparstofnanir. Ég ætla að nefna UNICEF (S: 552-6300) og UN Women (S: 552-6200), en þær eru fleiri. Það er ekkert sérstakt átak í gangi, engin Fiðrildavika eða Dagur rauða nefsins í sjónvarpinu í kvöld. Það er bara ósköp venjulegur fimmtudagur, 26. september 2013, 269 dagur ársins, en samt finnst mér að þið ættuð að hringja í annað hvort númerið og heyra í fólkinu á hinum endanum. Þetta er pistill um tölur og við skulum því enda þetta á tölum: Hverjar 120 krónur sem renna til UNICEF veita barni í þróunarríki aðgang að hreinu vatni í 40 daga. 1.000 krónur veita hreint vatn í eitt ár. Það þarf ekki meira til að bjarga einu barni úr ímynduðu flugvélunum. Er það ekki ágætis dagsverk?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun