Lífið

Síðasta partíið

myndir/Jóhann Smári Karlsson
Útskriftarnemar í hársnyrtiiðn Tækniskólans blésu til hressilegrar sýningar um þar síðustu helgi. Þrjú hundruð manns mættu á áhorfendabekkina til að sjá herlegheitin.  

„Þetta var æðislega gaman og fræðandi. Þarna höfum við frelsi til að gera það sem okkur langar. Þetta er ekki til einkunnar í skólanum heldur bara til skemmtunar,“ segir Heiða María Sigmarsdóttir, ein af átta útskriftarnemendum í hársnyrtiiðn frá Tækniskólanum.

Um þarsíðustu helgi efndi hópurinn til glæsilegrar sýningar á Spot.

„Það hefur skapast sú hefð síðustu ár að útskriftarnemarnir haldi eina stóra sýningu.

Við reddum öllu sjálf; styrktaraðilum, litum, módelum og búningum á módelin.

Skólinn hefur hjálpað til við leiguna á húsnæðinu en annað sjáum við um. Ég var sjálf með fjögur módel og keypti búninga á þau á netinu.

Við fengu líka aðstoð annarra nemenda. Þeir voru að hendast eftir meira hárspreyi þegar það kláraðist, hengja upp auglýsingar og fleira. Það mættu 300 manns á sýninguna og stemmingin var frábær.

Erpur Eyvindarson var leynigestur og tók eitt lag. Það setti punktinn yfir i-ið,“ segir Heiða.

Hópurinn útskrifast fyrir jólin og segir Heiða þau þegar farin að hugsa um dimmisjónina.

Eftir útskrift taki síðan veruleikinn við á vinnumarkaðnum.

Hún eigi eftir að sakna bæði skólans og skólafélaganna.

„Það verður skrítið að hætta í skólanum enda búið að hrista hópinn vel saman. Það má segja að sýningin hafi verið eins konar lokapunktur, síðasta partíið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×