Viðskipti erlent

Shazam fyrir skófatnað

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Shoegazer ætti að geta greint Air Jordan skó sem þessa.
Shoegazer ætti að geta greint Air Jordan skó sem þessa. NordicPhotos/Getty
Breska fyrirtækið Happy Finish vinnur að útgáfu snjallsímaforrits að nafni Shoegazer sem mun gera neytendum kleift að beina myndavél síma sinna að skóm og fá þá upplýsingar um viðkomandi skó.

Shoegazer minnir að því leyti á tónlistarforrit á borð við Shazam sem nota hljóðnema síma til þess að hlusta á tónlist og segja neytandanum hvaða lag er verið að spila og hver flytjandi þess er.

Forritið nýtir gervigreindarbúnað sem á að læra um fleiri og fleiri skó eftir því sem það er notað meira.

Cnet greinir frá því að Happy Finish vilji að forritið geti í framtíðinni tjáð notendum hverju þeir skuli að klæðast til að líta sem allra best út.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×