Enski boltinn

Shakespeare mun stýra Leicester út tímabilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Shakespeare er formlega orðinn stjóri Leicester.
Shakespeare er formlega orðinn stjóri Leicester. vísir/getty
Forráðamenn Leicester hafa staðfest að Craig Shakespeare mun stýra liðinu út tímabilið en hann tók við Englandsmeisturunum til bráðabirgða eftir að Claudio Ranieri var látinn taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði.

Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester, fékk Shakespeare til félagsins 2008. Maðurinn með skáldlega nafnið hefur verið hjá Leicester síðan þá, fyrir utan stutt stopp hjá Hull 2010-11.

Leicester staðfesti Shakespeare sem stjóra liðsins á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×