Innlent

SGS frestar verkfallsaðgerðum

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrirhuguðum verkföllum Starfsgreinasambandsins (SGS) verður frestað um sex daga.
Fyrirhuguðum verkföllum Starfsgreinasambandsins (SGS) verður frestað um sex daga. Vísir/Vilhelm
Fyrirhuguðum verkföllum Starfsgreinasambandsins (SGS) verður frestað um sex daga. Gengið var frá samkomulagi þess efnis milli samninganefndar SGS og Samtaka atvinnulífins (SA) í dag.

„Ljóst er að viðræður eru hafnar af fullum þunga og það er mat samninganefnarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist,“ segir í tilkynningu frá SGS. „Kröfugerð Starfsgreinasambandsins er sem fyrr grundvöllur áframhaldandi viðræðna.“

Sem kunnugt er var fyrirhuguðum verkföllum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest frestað í síðustu viku og drög að nýjum kjarasamningum við SA í kjölfarið kynnt í gærkvöldi.

Verkfallsaðgerðir SGS áttu að fara fram 28. og 29. maí en þeim hefur verið frestað til 3. og 4. júní. Ótímabundnu verkfalli, sem átti að hefjast 6. júní, hefur svo verið frestað til 12. júní. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×