Innlent

Sextán sendir til Amsterdam

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fulltrúar Reykjavíkur kynntu sér hollenskar menningarstofnanir í Amsterdam og Rotterdam.
Fulltrúar Reykjavíkur kynntu sér hollenskar menningarstofnanir í Amsterdam og Rotterdam. NORDICPHOTOS/GETTY
Þriggja daga fræðsluferð fulltrúa í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur ásamt sviðsstjóra og forstöðumönnum menningarstofnana til Amsterdam og Rotterdam lauk í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá menningar- og ferðamálasviði var ákvörðun um ferðina tekin af samnefndu ráði sem skipað er fulltrúum flokkanna í borgarstjórn. Allir aðalmenn í ráðinu fóru í ferðina auk forstöðumanna í Borgarbókasafni, Borgarsögusafni, Listasafni Reykjavíkur, Gerðubergi og Höfuðborgarstofu og sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála og skrifstofustjóra fjármála og reksturs.

Hópurinn kynnti sér starfsemi svipaðra menningarstofnana og eru í Reykjavík. Ekki fengust upplýsingar um kostnaðinn hjá borginni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×