Enski boltinn

Sex stiga leikur á White Hart Lane

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það verður hart tekist á á morgun
Það verður hart tekist á á morgun vísir/getty
Níu leikir verða á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á morgun og verða þeir allir í beinni útsendingu á stjónvarpsstöðum 365. Sá fyrsti þeirra er stórleikur Tottenham og Manchester United.

Manchester United hefur verið á góðu skriði og er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig. Tottenham er með fimm stigum minna í 7. sæti og því má með sanni segja að um sex stiga leik sé að ræða því Tottenham getur minnkað forskot Man. Utd. niður í tvö stig með sigri.

Tottenham hefur þó ekki gengið vel gegn Manchester United á heimavelli því liðið hefur ekki unnið í þrettán deildarleikjum liðanna á White Hart Lane og aðeins náð í fimm stig.

Tveimur síðustu leikjum liðanna í Lundúnum hefur lyktað með jafntefli en Tottenham hefur unnið tvo leiki í röð á Old Trafford. Fyrir fjóra síðustu leiki liðanna hafði Tottenham ekki náð að leggja Manchester United að velli í 22 deildarleikjum.

Leikur Tottenham og Manchester United hefst klukkan 12 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×