Handbolti

Sex sigurleikir í röð hjá Fram

Ragnheiður var líkt og oft áður atkvæðamest í liði Fram.
Ragnheiður var líkt og oft áður atkvæðamest í liði Fram. Vísir/Vilhelm
Fram komst í bili upp að hlið Hauka í toppsæti Olís-deildar kvenna með tíu marka sigri á KA/Þór á heimavelli í dag en þetta var sjötti sigurleikur Fram í röð.

Framkonur náðu sjö stiga forskoti fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 14-7 og bættu við forskotið í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur.

Ragnheiður Júlíusdóttir var atkvæðamest í liði Fram með sex mörk en Ásta Birna Gunnarsdóttir bætti við fjórum mörkum. Í liði KA/Þór var Arna Kristín Einarsdóttir markahæst með sjö mörk.

Í Digranesinu unnu Valskonur sannfærandi þrettán marka sigur á HK en Valskonur gerðu út um leikinn í seinni hálfleik. Eftir að hafa leitt með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13, settu Valskonur í gír í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Kristín Guðmundsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk og bætti Íris Pétursdóttir Viborg við sjö mörkum en í liði HK voru það þær Arna Þyrí Ólafsdóttir og Þórhildur Braga Þórðardóttir sem voru markahæstar með fjögur mörk.

Þá vann Stjarnan fjögurra marka sigur á ÍR í Austurberginu.

Úrslit dagsins:

HK 34-21 Valur

Fram 25-15 KA/Þór

ÍR 21-25 Stjarnan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×