Erlent

Sex hermenn Úkraínuhers drepnir

Atli Ísleifsson skrifar
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 9.400 manns hafi fallið í átökum frá því að deilur hófust í apríl 2014.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 9.400 manns hafi fallið í átökum frá því að deilur hófust í apríl 2014. Vísir/AFP
Sex hermenn stjórnarhers Úkraínu hafa farist í átökum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins síðasta sólarhringinn.

Talsmaður Úkraínuhers greindi frá þessu fyrr í dag, en undanfarna daga hafa borist fréttir af vaxandi spennu milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar.

Þannig greindi Úkraínuher frá því á þriðjudaginn að sjö hermenn hefðu farist í átökum.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 9.400 manns hafi fallið í átökum frá því að deilur hófust í apríl 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×