Settu bíl úr legó-kubbum í stćđi forstjórans

 
Innlent
20:30 27. JÚNÍ 2011

Starfsmenn Lególands í Kaliforníu gerðu grín forstjóranum á dögunum þegar þeir fjarlægðu jeppann hans og settu alveg eins bíl úr legó-kubbum í staðinn.

Einn af starfsmönnunum stal lyklunum af Peter Ronchetti forstjóra fyrirtækisins og færði bílinn úr stæðinu sem hann var lagður í. Því næst kom lyftari með alveg eins bíl úr legó-kubbum og setti í stæðið.

Bíllinn var gerður úr 201 þúsund legókubbum og vegur tæplega hálft tonn.

„Ég held að ég muni ekki skilja lyklana mína aftur á glámbekk,“ sagði Ronchetti.

Viðbrögðin er hægt að sjá í meðfylgjandi myndbandi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Settu bíl úr legó-kubbum í stćđi forstjórans
Fara efst