Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 01:23 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015 Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015
Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08