Erlent

Sérstök lög sett fyrir Assange í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Julian Assange.
Julian Assange.

Bandaríkjamenn munu að líkindum setja ný lög til þess að koma höndum yfir Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Lögspekingar hafa bent á að erfitt sé að finna stoð í núgildandi lögum fyrir ákæru á hendur honum. Jafn kaldhæðnislegt og það kann að vera virðist sem sjálf stjórnarskrá Bandaríkjanna verndi hann og það sem hann er að gera. Það er klausan um tjáningafrelsi sem yrði erfitt að yfirvinna í málaferlum.

Bandaríkjamenn eru þó ekki á því að láta uppáhalds skúrkinn sinn sleppa og hugsa því ráð sitt. Þeir telja að tæpast sé hægt að myrða hann, þó það hafi verið lagt til, og því þurfi að smíða nýja löggjöf sem hægt sé að dæma hann eftir. Þegar hafa tvö lagafrumvörp verið lögð fram sem eru sérsniðin fyrir Assange.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×