Séra Baldur - þögnin knúði mig áfram SB skrifar 13. júní 2011 12:54 Mynd/JSE Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“ Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira
Séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi, segir þögnina hafa knúið hann til þess að stíga fram í dag. Hann skammist sín fyrir að hafa tilheyrt því valdakerfi sem tók á málum fórnarlamba Ólafs Skúlasonar á sínum tíma. Í yfirlýsingu frá Baldri segir hann sig frá Kirkjuþingi, sem hefst á morgun, og biður fórnarlömb Ólafs Skúlasonar afsökunar á aðkomu sinni í málinu.Af hverju ákvaðstu að stíga fram í dag? „Ég þurfti að gera grein fyrir því af hverju ég tek ekki sæti á kirkjuþinginu á morgun. Svo þótt mér bara þessi þögn ærandi, kirkjunnar og mín og þurfti bara að koma því frá mér að ég meðtaki það sem rannsóknarnefndi segði, hún gerir alvarlegar athugasemdir við stjórnarsetu mína. Ég virði það og reyni að vinna úr því."Var þetta erfið ákvörðun að senda frá þér yfirlýsinguna? "Nei, nei. Það eru mörg ár síðan ég áttaði mig á því að Sigrún Pálína, Stefaní og Dagbjört urðu fyrir fálæti af hálfu kirkjunnar. Og það var ekki tekið á málum þeirra af nægilega opnun hug á sínum tíma. Alls ekki. Ég geri mér fulla grein fyrir því og hef gert lengi.“Þessi rannsóknarskýrsla. Hvernig finnst þér sú vinna hafa farið fram og komið út fyrir kirkjuna? „Skýrslan er ákaflega gagnleg og gott að hún skyldi koma fram og þarna skýrist margt og hún bregður ljósi á atburði með góðum hætti. Það var vel til fundið hjá kirkjuþingi að fá þessa þrjá ungu manneskjur til að kafa ofan í þetta og leggja dóm á þessa atburði. Verður vonandi til gagns.“ Þessi skýrsla er ákveðið uppgjör. Er kominn tími á að ljúka þessu erfiða máli? „Svona málum lýkur auðvitað aldrei. Þau halda áfram í hugum allra þeira sem komu við sögu. Ekki síst fórnarlambanna.“Þú biður fórnarlömbin afsökunar í yfirlýsingunni. Ertu að létta á sál þinni? „Ég hef áður hitt tvær af konunum og beðið þær persónulega fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar. Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það. Ég mun hins vegar reyna að læra af þessu og taka það með mér áfram og hef reyntar reynt að gera það síðustu ár.“Hefurðu eitthvað við yfirlýsingu þína að bæta? „Ég mun tjá mig meira um þetta mál. En það geri ég í fyllingu tímans og síðar og ætla að láta þessa yfirlýsingu duga að svo komnu máli og bíð eins og aðrir spenntur eftir því hvað gerist á kirkjuþinginu á morgun. Hvernig kirkjan mun vinna úr þessu máli.“
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Sjá meira