Innlent

Sér eftir því að hafa ekki kært

Baldvin Þormóðsson skrifar
Tinna Bjarnadóttir keppti í MORFÍs fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Breiðholti.
Tinna Bjarnadóttir keppti í MORFÍs fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Mynd aðsend
Tinna Rut Bjarnadóttir Isebarn, fyrrverandi MORFÍs-keppandi, rifjar upp atvik þar sem andstæðingur hennar í ræðuliði Borgarholtsskóla dró upp berbrjósta mynd af henni og sýndi fullum sal fólks í miðri keppni.

Tinna rifjar upp þessa lífsreynslu á Fésbókarsíðu sinni fyrr í kvöld.

Aldrei hefur mér verið sýnd önnur eins óvirðing og lítillækun, segir Tinna í stöðuuppfærslunni. En hún keppti í MORFÍs fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 2008. Borgarholtsskóli lagði mikla áherslu á að reyna að koma mér úr jafnvægi með persónulegum árásum. ... Persónuárásin náði síðan hámarki þegar stuðningsmaður Borgarholtsskóla dró upp mynd af mér í bikiníi með eitt bert brjóst og sýndi viðstöddum, þ.e.a.s. smekkfullum hátíðarsal.

Þáverandi þjálfari ræðuliðs Borgarholtsskóla, Ingvar Örn Ákason, hefur verið mikið í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að ræðulið Menntaskólans á Ísafirði sem hann var að þjálfa var sakað um kvenfyrirlitningu og áreitni.

Ingvar Örn segist ekki hata konur. Hann augljóslega metur konur ekki til jafns vð karla, kippir sér lítið upp við kvenfyrirlitningu og hlífði mér ekkert fyrir árásum,“ segir Tinna. „Ég ákvað að kæra ekki málið og ég sé mikið efir þeirri ákvörðun.“

Eins og Vísir greindi frá um helgina, þá hefur Ingvar Örn alfarið látið af störfum sem þjálfari í MORFÍs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×