Lífið

Selur stóran hluta af vínilplötusafni sínu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Stórt safnselja mestu gullmolana.
Stórt safnselja mestu gullmolana. Vísir/Ernir
„Ætli þetta séu ekki um fjögur þúsund plötur, allt vínill,“ segir Frímann Andrésson útfararstjóri, fyrrverandi plötusnúður og umsjónarmaður þáttarins Partyzone. Hann hyggst á næstu vikum selja stóran hluta vínilsafns síns.

„Þetta er mestmegnis techno frá árunum 1990-2003, sumt af því mjög hart,“ segir Frímann. „Þetta eru líka plötur frá því að ég byrjaði að hafa áhuga á tónlist í kringum 1988 og því mikið af því gamla efni mjög poppskotið. Það eru samt margir sem hafa mikinn áhuga á því og ég reikna með að það verði barist um það,“ segir Frímann, en ferill hans sem plötusnúður byrjaði þegar hann var í menntaskóla.

Þar kynntist hann umsjónarmönnum eins elsta útvarpsþáttar landsins, Partyzone, þeim Helga Má og Kristjáni Helga. Hann sá um þáttinn með þeim um skeið, en var um tíma einnig með þættina Hugarástand og Vírus á X-inu.

„Vínillinn er mjög mikið inn núna, svo þetta er flott fyrir þá sem hafa áhuga á techno. Ég reikna með að henda kannski hundrað stykkjum í kassa og selja það þannig, en þetta er enn í vinnslu hjá mér. Mæli bara með því að áhugasamir fylgist með tilkynningu frá mér á Facebook, en ég reikna með að þetta verði í október,“ segir Frímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×