Lífið

Selur smjörhnífa í formi kvenmannsleggja

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Mæðgurnar ráku á árum áður blómabúð og eru því vanar vinnutörn um jól.
Mæðgurnar ráku á árum áður blómabúð og eru því vanar vinnutörn um jól. Vísir/Ernir
Hafdís Harðardóttir er með smjörhnífa í formi kvenmannsleggja til sölu í Jólabúð Hafdísar.

Hún er í jólaþorpi Hafnarfjarðar sem var opnað um síðustu helgi. Hnífana kallar Hafdís smjörleggi og eru þeir eingöngu seldir í pörum. „Ég sel ekki einfætlinga, þeir eru bara tveir saman,“ segir hún.

Smjörleggirnir hafa vakið mikla lukku að sögn Hafdísar. „Ég fékk nokkur „komment“ á þá frá eldri konum um að þetta væru sko engir horleggir. Fólki fannst þetta óskaplega fyndið og þeir vöktu mikla athygli.“

Ásamt smjörleggjunum er Hafdís með málaðar krúsir, kransa og þæfðar jólaseríur til sölu.

Hún sér ekki ein um framleiðsluna því henni til halds og trausts er áttræð móðir hennar, Bára Daníelsdóttir. „Hún er ein af þessum sleggjum, hörkudugleg og alltaf að,“ segir Hafdís um móður sína, en þær ráku á árum áður blómabúð á Hótel Sögu og eru því vanar vinnutörn um jól.

„Jólin eru bara svona þegar maður er vanur þessum blómabúðagír, þetta bara tilheyrir,“ segir Hafdís, en móðir hennar sér alfarið um framleiðslu á jólakrönsunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×