Selja innflutt Pepsi Max á lægra verði en það sem blandað er á Íslandi nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2017 11:37 Verðmunurinn er nokkur. vísir/grv Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð. Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Eflaust hafa margir neytendur rekið upp stór augu þegar þeir sáu Pepsi Max frá Bretlandi til sölu í verslunum Bónuss og það á hagstæðara verði en Pepsi Max sem blandað er hér á landi. Verð á hálfs lítra flösku af Pepsi Max sem flutt er inn frá Bretlandi er 98 krónur á meðan Pepsi Max frá Ölgerðinni kostar 130 krónur. Því spara neytendur sér rúmar 30 krónur með því að kaupa breskt Pepsi Max. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, telur að ýmsar ástæður séu fyrir því að ódýrara sé að kaupa Pepsi Max frá Bretlandi. „Við erum að kaupa þetta af markaði sem telur 65 milljónir manna og ég hugsa að framleiðslan sé öllu hagkvæmari. Svo er gengi pundsins hagstætt. Eins og staðan er núna þá er þetta hagkvæmara,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu Vísis.Bragðið er öðruvísiAð sögn Guðmundar er hið breska Pepsi Max aðeins öðruvísi á bragðið en það sem blandað er hér á landi. Helsti munurinn sé sá að meira gos er í íslensku Pepsi Max. „Það er aðeins minni kolsýra [í því breska]. Íslendingar sem eru vanir því að drekka gos með mikilli kolsýru finna mun.“ Hann segir að það séu helst útlendingarnir sem taka vel í breska drykkinn. „Útlendingarnir eru vanir þessu bragði.“ Aðspurður að því hvort til greina komi að skipta íslensku Pepsi Max alfarið út segir Guðmundur að slíkt komi ekki til greina. „Þetta er fyrst og fremst valkostur og mun ekki koma í staðinn fyrir íslensku framleiðsluna. Við munum ekki hætta í viðskiptum við Ölgerðina eða neitt svoleiðis. Pepsi frá Bretlandi eða Pepsi frá Íslandi? Kúnninn hefur bara val,“ segir Guðmundur.Skoða hvort innflutningur á öðrum vörum borgi sigGuðmundur segir að vel kæmi til greina að flytja aðrar vörur, til dæmis annars konar gosdrykki, til landsins ef slíkt myndi reynast hagkvæmara. „Þetta væri þó alltaf bara valkostur við innlenda framleiðslu,“ segir hann. Í þessu samhengi má nefna að í íslenskum stórmörkuðum eru nú seldir ísmolar sem fluttir eru inn frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum þrátt fyrir að Íslendinga skorti hvorki vatn né ís. Í samtali við Rúv fullyrti Rannveig Magnúsdóttir, líffræðingur hjá Landvernd, að innflutningur á ísmolum skildi eftir sig „stórt kolefnisspor“ og að neytendur þyrftu að sýna ábyrgð.
Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira