Handbolti

Selfyssingar tóku Valsmenn í kennslustund

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/eyþór
Selfyssingar byrja Olís-deild karla af gríðarlegum krafti. Í 1. umferðinni unnu þeir öruggan sigur, 25-32, á Aftureldingu í Mosfellsbænum og í dag gerðu þeir sér lítið fyrir og slátruðu Val, 23-36, á Hlíðarenda.

Eins og tölurnar gefa til kynna var Selfoss miklu sterkari aðilinn í leiknum.

Staðan var 5-5 eftir 12 mínútur en Selfyssingar unnu síðustu 18 mínútur fyrri hálfleiks 11-6 og fóru með fimm marka forystu, 11-16, inn í hálfleikinn.

Seinni hálfleikurinn var svo í eigu gestanna sem skoruðu hvert markið á fætur öðru og juku muninn. Á endanum munaði heilum 13 mörkum á liðunum, 23-36.

Einar Sverrisson var markahæstur í liði nýliðanna með átta mörk. Elvar Örn Jónsson kom næstur með sjö mörk. Alls komust 10 leikmenn Selfyssinga á blað í leiknum.

Alexander Örn Júlíusson skoraði mest fyrir Val, eða fimm mörk.

Selfyssingar eru með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í Olís-deildinni á meðan Valsmenn eru stigalausir.

Mörk Vals:

Alexander Örn Júlíusson 5, Heiðar Þór Aðalsteinsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Sigurvin Jarl Ármannsson 3, Ýmir Örn Gíslason 3, Anton Rúnarsson 2/1, Atli Karl Bachmann 1, Orri Freyr Gíslason 1, Vignir Stefánsson 1.

Mörk Selfoss:

Einar Sverrisson 8, Elvar Örn Jónsson 7/2, Hergeir Grímsson 4, Guðni Ingvarsson 4, Andri Már Sveinsson 4, Teitur Örn Einarsson 3, Alexander Már Egan 3, Guðjón Ágústsson 1, Eyvindur Hrannar Gunnarsson 1, Haukur Þrastarson 1.

Upplýsingar um gang leiksins eru fengnar frá mbl.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×