ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Selfosskonur Íslandsmeistarar í futsal

 
Fótbolti
13:15 10. JANÚAR 2016
Dagný Brynjarsdóttir vann sinn fyrsta titil međ Selfossi í dag.
Dagný Brynjarsdóttir vann sinn fyrsta titil međ Selfossi í dag. VÍSIR/ANTON

Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í futsal kvenna eftir 7-4 sigur á Álftanesi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Selfoss komst í 2-0 og 4-2 í úrslitaleiknum en Álftanes jafnaði í 2-2. Selfoss var síðan 4-3 yfir í hálfleik.

Álftanes-liðið jafnaði metin aftur í 4-4 en Selfosskonur skoruðu þrjú síðustu mörkin í leikin og tryggðu sér sigur.

Eva Lind Elíasdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfossliðið og þær Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komust einnig á blað.

Oddný Sigurbergsdóttir skoraði öll fjögur mörk Álftanesliðsins en það dugði ekki til.

Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss verður Íslandsmeistari í futsal kvenna. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss-liðsins tók við Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn.


Guđmunda Brynja Óladóttir, fyrirliđi Selfoss-liđsins tók viđ Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn.
Guđmunda Brynja Óladóttir, fyrirliđi Selfoss-liđsins tók viđ Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn. MYND/SPORTTV


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Selfosskonur Íslandsmeistarar í futsal
Fara efst