LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ NÝJAST 13:00

Valdiđ notar tímann

SKOĐANIR

Selfosskonur Íslandsmeistarar í futsal

 
Fótbolti
13:15 10. JANÚAR 2016
Dagný Brynjarsdóttir vann sinn fyrsta titil međ Selfossi í dag.
Dagný Brynjarsdóttir vann sinn fyrsta titil međ Selfossi í dag. VÍSIR/ANTON

Selfoss varð í dag Íslandsmeistari í futsal kvenna eftir 7-4 sigur á Álftanesi í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.

Selfoss komst í 2-0 og 4-2 í úrslitaleiknum en Álftanes jafnaði í 2-2. Selfoss var síðan 4-3 yfir í hálfleik.

Álftanes-liðið jafnaði metin aftur í 4-4 en Selfosskonur skoruðu þrjú síðustu mörkin í leikin og tryggðu sér sigur.

Eva Lind Elíasdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfossliðið og þær Erna Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Hauksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir komust einnig á blað.

Oddný Sigurbergsdóttir skoraði öll fjögur mörk Álftanesliðsins en það dugði ekki til.

Þetta er í fyrsta sinn sem Selfoss verður Íslandsmeistari í futsal kvenna. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss-liðsins tók við Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn.


Guđmunda Brynja Óladóttir, fyrirliđi Selfoss-liđsins tók viđ Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn.
Guđmunda Brynja Óladóttir, fyrirliđi Selfoss-liđsins tók viđ Íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn. MYND/SPORTTV


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Selfosskonur Íslandsmeistarar í futsal
Fara efst