Handbolti

Selfoss með stórsigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steinunn Hansdóttir, lengst til hægri, skoraði sjö mörk.
Steinunn Hansdóttir, lengst til hægri, skoraði sjö mörk. vísir/ernir
Selfoss vann öruggan sigur á Fjölni í öðrum leik dagsins í Olís-deild kvenna, en lokatölur urðu 39-22 eftir að Selfoss hafi leitt 20-8 í hálfleik.

Selfoss var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og staðan var 20-8 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær enn meira í og unnu hann 19-14 og lokatölur 39-22.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skoraði níu mörk auk þess sem Steinunn Hansdóttir skoraði sjö mörk. Hjá gestunum var það Díana Kristín Sigmarsdóttir markahæst, en hún skoraði sex mörk.

Eftir sigurinn er Selfoss áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig, nú tveimur stigum á eftir Stjörnunni sem er í sjötta sætinu. Fjölnir er í tíunda sætinu með átta stig.

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardottir 9, Steinunn Hansdóttir 7, Kara Rún Árnadóttir 5, Perla Ruth Alberstdóttir 5, Elena Birgisdóttir 4, Hildur Öder Einarsdóttir 3, Thelma Sif Kristjánsdóttir 3, Adina Ghidoarca 3.

Mörk Fjölnis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 6, Berglind Benediktsdóttir 5, Þórhildur Vala Kjartansdóttir 3, Guðrún Jenný sigurðardóttir 3, Kristín Lísa Friðriksdóttir 2, Ólöf Ásta Arnþórsdottir 1, Diljá Baldursdóttir 1, Díana Ágústsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×