Seldi kvóta úr Grímsey og fimmtán störf fjúka Sveinn Arnarsson skrifar 8. febrúar 2017 06:30 Sjávarútvegur í Grímsey heldur byggðinni uppi í eynni. vísir/pjetur Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Einn burðarása í útgerð í Grímsey, fyrirtækið Borgarhöfði, hefur verið selt til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og allur kvóti fyrirtækisins með. Fimmtán stöðugildi hverfa með fyrirtækinu í byggð sem telur innan við 90 íbúa. Austurglugginn greindi frá í gær. Þrjú útgerðarfélög í eynni skulduðu Íslandsbanka rúmar þrjú þúsund milljónir í upphafi ársins 2015 og þurftu félögin að ganga til samninga við bankann til að greiða af skuldum sínum. Það hefur ekki gengið eftir í tilviki Borgarhöfða.Edda Hermannsdóttir.vísir/gvaEigendur Borgarhöfða vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið en sendu þess í stað frá sér yfirlýsingu. „Reynt var til þrautar að ná samkomulagi við viðskiptabanka félagsins um niðurfellingar á gengistryggðum lánum en þegar ljóst var að ekki næðust ásættanlegir samningar voru rekstrarforsendur brostnar og við þau skilyrði gat rekstur ekki haldið áfram í óbreyttri mynd,“ segir í yfirlýsingunni. Eftir standa tvö fyrirtæki, Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. sem standa ekki vel þrátt fyrir skipulagningu skulda fyrirtækisins. Þau fyrirtæki eru minni en Borgarhöfði var, með um átta stöðugildi hvort um sig. KPMG segir í ársreikningi Sigurbjarnar ehf. fyrir árið 2015 að eigið fé þess fyrirtækis sé neikvætt um nærri 700 milljónir króna og við þær aðstæður leiki vafi á framtíðarrekstrarhæfi þess. Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir bankann horfa til stöðu byggðalaga við ákvarðanir um stoðir veikra byggða. Bankinn hafi aðstoðað fyrirtæki í Grímsey og þannig stutt við byggðina. Íslandsbanki leitist við að skoða samfélagsleg sjónarmið þegar fyrirtæki í strjálum byggðum lenda í rekstrarerfiðleikum. „Íslandsbanki gerði samkomulag við fyrirtæki í Grímsey um fjárhagslega endurskipulagningu með tilliti til þessa. Bankinn hefur því leitast við að aðstoða fyrirtæki eftir bestu getu þó niðurstaðan hafi ekki alltaf orðið sú sem vonast var til,“ segir Edda Hermannsdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira