Innlent

Segja verðmæti Björgunar hafa rýrnað við fjölmiðlaumfjöllun og vilja bætur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Faxaflóahafnir ætla að gefa Björgun tvö ár til að flytja starfsemi sína úr Sævarhöfða og þrífa eftir sig.
Faxaflóahafnir ætla að gefa Björgun tvö ár til að flytja starfsemi sína úr Sævarhöfða og þrífa eftir sig. Fréttablaðið/Valli
Stjórn Faxaflóahafna heldur til streitu fyrri ákvörðun um að Björgun ehf. víki af lóð í Sævarhöfða en gefur félaginu tvö ár til að rýma svæðið.

Björgun leigði lóðina í Sævarhöfða til 40 ára árið 1969 og átti samningurinn að renna út 2009. Stjórn Faxaflóahafna segir að viðræður um flutning á starfsemi Björgunar af lóðinni ásamt könnun á möguleikum þess að koma starfseminni fyrir á öðrum stað hafi staðið allt frá árinu 2004 án árangurs.

Björgun segir hins vegar í bréfi til Faxaflóahafna að þegar viðauki hafi verið gerður við leigusamninginn árið 2004 í tengslum við landfyllingu hafi félaginu verið tryggður leiguréttur til 25 ára umfram árið 2009 – það er allt til ársins 2034.

„Hægt er að hafa mörg orð um augljósa hagsmuni Björgunar af því að farsæl lausn verði fundin í máli þessu. Þá eru ótalin atriði sem varða námavinnsluna sjálfa og hversu umhverfisvæn hún er miðað við aðra valkosti í stöðunni, sem hlýtur að skipta borgaryfirvöld miklu að fái að halda áfram í óbreyttri mynd,“ segir í bréfi lögmanns Björgunar sem kveður fyrirætlanir stjórnar Faxaflóahafna gagnvart félaginu ekki geta náð fram að ganga, „að minnsta kosti ekki bótalaust“.

Björgun segir að mikilvæg atvinnuréttindi félagsins njóti verndar stjórnarskrárinnar og félagið hafi gríðarlega fjárhagslega hagsmuni í málinu.

„Allur réttur er áskilinn af hálfu Björgunar, þar með talinn réttur til að krefja sérstakra bóta fyrir þá verðmætarýrnun á félaginu sem ótímabær fjölmiðlaumræða hefur þegar haft í för með sér vegna áforma Faxaflóahafna um uppsögn leigusamningsins,“ segir í bréfi Björgunar sem stjórn Faxaflóahafna tók fyrir á síðasta fundi sínum.

Hafnarstjórnin segir fullyrðingar Björgunar um að með viðaukanum frá 2004 hafi verið samið um 25 ára leigurétt til handa félaginu frá 2009 vera „haldslausar hugleiðingar“. Þótt getið sé um forleigurétt nái hann aðeins fram að ganga ef leigusalinn vill leigja lóð sína áfram. Það vilji Faxaflóahafnir ekki.

Að auki segir hafnarstjórnin að þegar NBI hf. hafi sett Björgun í sölu árið 2010 hafi komið fram í útboðsgögnum að leigusamningur um lóðina væri útrunninn. „Núverandi eigendum Björgunar ehf. var því fullkunnugt um að engin lóðaréttindi fylgdu félaginu er þeir keyptu það af NBI hf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×