Segja uppsögn Gunnars óvægna aðför að honum Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. febrúar 2012 18:07 Uppsögn forstjóra Fjármálaeftirlitsins Gunnars Þ. Andersen er óvægin aðför að honum, segir stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana í ályktun sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Stjórnin krefst þess að forstöðumenn ríkisstofnana njóti þeirra lögbundnu réttinda að farið sé að stjórnsýslulögum og starfsmannalögum þegar fjallað er um störf þeirra á vegum stjórnvalda. Það eru réttindi opinberra starfsmannna hér á landi að njóta andmælaréttar og að gætt sé meðalhófs ef upp koma álitaefni um störf eða hæfni. Við mat á hæfni forstöðumanna sé mikilvægt að byggt sé á faglegum atriðum en ekki tilfinningum eða huglægum þáttum. Þetta sé ekki síst mikilvægt nú þegar forstöðumenn ýmissa stofnana vinni að erfiðum og viðkvæmum verkefnum sem snúa að uppgjöri vegna hruns fjármálakerfisins hér á landi 2008. Á slíkum tímum þurfi staðfestu, úthald og stuðning fagráðuneytis og ráðherra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafi fyrst frétt af því að Gunnari hafi verið sagt upp í fjölmiðlum. „Ráðuneytið hefur bara verið upplýst um það ferli sem hefur verið í gangi af hálfu stjórnar, en þetta er alfarið hennar mál. Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt í sínum störfum. Það er sérstaklega kveðið á um það, að það er sérstök ríkisstofnun með sérstakri stjórn,“ sagði Steingrímur í viðtali á Stöð 2 í kvöld. Aðspurður um álit sitt á þeirri ákvörðun að segja forstjóra Fjármálaeftirlitsins upp í miðju uppgjöri á bankahruni segir Steingrímur að það sé mikilvægt að það ríki fullt traust inná við og útávið í starfsemi Fjármálaeftirlitsins „Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar að tryggja að svo sé, þannig að hún verður að fara með þau mál eins og hún telur að sé réttast. Það er hennar hlutverk, þannig að við blöndum okkur ekki í það,“ segir Steingrímur. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Uppsögn forstjóra Fjármálaeftirlitsins Gunnars Þ. Andersen er óvægin aðför að honum, segir stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana í ályktun sem hún sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Stjórnin krefst þess að forstöðumenn ríkisstofnana njóti þeirra lögbundnu réttinda að farið sé að stjórnsýslulögum og starfsmannalögum þegar fjallað er um störf þeirra á vegum stjórnvalda. Það eru réttindi opinberra starfsmannna hér á landi að njóta andmælaréttar og að gætt sé meðalhófs ef upp koma álitaefni um störf eða hæfni. Við mat á hæfni forstöðumanna sé mikilvægt að byggt sé á faglegum atriðum en ekki tilfinningum eða huglægum þáttum. Þetta sé ekki síst mikilvægt nú þegar forstöðumenn ýmissa stofnana vinni að erfiðum og viðkvæmum verkefnum sem snúa að uppgjöri vegna hruns fjármálakerfisins hér á landi 2008. Á slíkum tímum þurfi staðfestu, úthald og stuðning fagráðuneytis og ráðherra. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafi fyrst frétt af því að Gunnari hafi verið sagt upp í fjölmiðlum. „Ráðuneytið hefur bara verið upplýst um það ferli sem hefur verið í gangi af hálfu stjórnar, en þetta er alfarið hennar mál. Fjármálaeftirlitið er sjálfstætt í sínum störfum. Það er sérstaklega kveðið á um það, að það er sérstök ríkisstofnun með sérstakri stjórn,“ sagði Steingrímur í viðtali á Stöð 2 í kvöld. Aðspurður um álit sitt á þeirri ákvörðun að segja forstjóra Fjármálaeftirlitsins upp í miðju uppgjöri á bankahruni segir Steingrímur að það sé mikilvægt að það ríki fullt traust inná við og útávið í starfsemi Fjármálaeftirlitsins „Það er eitt mikilvægasta verkefni stjórnarinnar að tryggja að svo sé, þannig að hún verður að fara með þau mál eins og hún telur að sé réttast. Það er hennar hlutverk, þannig að við blöndum okkur ekki í það,“ segir Steingrímur.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira