Viðskipti innlent

Segja lítil merki um lækkanir á byggingavörum

Samúel Karl Ólason skrifar
Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85 prósent tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45 prósent tilvika og verðlækkanir í Byko voru innan við fimm prósent í tæplega 90 prósent tilvika.
Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85 prósent tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45 prósent tilvika og verðlækkanir í Byko voru innan við fimm prósent í tæplega 90 prósent tilvika. Vísir/Pjetur
Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands áætlar að byggingavörur sem báru 15 prósent vörugjöld ættu að hafa lækkað um 15,2 prósent við afnám gjaldanna um áramótin og lækkun virðisaukaskatts. Í verðkönnun ASÍ kemur hins vegar fram að verðlækkanir eru takmarkaðar.

ASÍ hefur fylgst með verðbreytingum á byggingarvörum frá því í október 2014, vegna afnáms vörugjalda um áramótin og lækkunar á virðisaukaskatti.

Á meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á könnunum sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi í október og í apríl.

Mynd/ASÍ
Á töflunni má sjá að verðlækkanir hafi verið takmarkaðar. Í rúmlega þriðjung tilvika voru vörurnar á sama verði og í fyrri mælingu. Í 27 prósent tilvika hafði verðið lækkað um 0,4 til níu prósent en í þriðjungi tilvika hafði verðið lækkað um meira en fimm prósent.

Þær verslanir sem hlutfallslega lækkuðu verð oftast um 15 prósent eða meira voru Birgisson, Egill Árnason og Harðviðarval. Þær lækkuðu verðið um 15 prósent eða meira í um 66 prósenta tilvika.

Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85 prósent tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45 prósent tilvika og verðlækkanir í Byko voru innan við fimm prósent í tæplega 90 prósent tilvika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×