Innlent

Segist saklaus af því að innheimta lífeyrisgreiðslur látinnar konu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tryggingastofnun ríkisins gerir þá kröfu að konan verði dæmd til að endurgreiða 12,7 milljónir króna.
Tryggingastofnun ríkisins gerir þá kröfu að konan verði dæmd til að endurgreiða 12,7 milljónir króna. vísir/Pjetur
Tæplega sextug kona, sem sökuð er um að hafa svikið rúmlega fjórtán milljónir króna út úr Tryggingastofnun ríkisins með því að innheimta lífeyrisgreiðlsur sem voru ætlaðar konu sem lést árið 2000, neitar sök. Þetta kom fram við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Konan, sem er búsett erlendis, var ekki sjálf viðstödd þingfestingu. Verjandi hennar upplýsti dóminn hins vegar að hún neitaði sök í málinu.

Í ákæru lögreglustjórans kemur fram að sextuga konan hafi blekkt Tryggingastofnun ríkisins til að greiða 14,2 milljónir króna í ellilífeyri, tekjutryggingu, uppbót lífeyris vegnaumönnunarkostnaðar og tengdar lífeyrisgreiðslur með því að skila skattaframtali til skattyfirvalda vegna tekjuáranna 2000 til 2009 fyrir konuna sem lést árið 2000 og greina stofnuninni ekki frá andláti hennar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×