Segir út í hött að fara í tilraunaboranir í Eldvörpum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 09:00 Eldvörp á Reykjanesi. vísir/gva „Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira