Segir út í hött að fara í tilraunaboranir í Eldvörpum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 09:00 Eldvörp á Reykjanesi. vísir/gva „Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Það sem hreyfði við mér er barátta Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara, sem meðal annars gerði myndband núna í desember til að vekja athygli á þessum tilraunaborunum sem nú stendur til að ráðast í í Eldvörpum,“ segir Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, en hann stendur fyrir undirskriftasöfnun til að mótmæla fyrirhuguðum tilraunaborunum HS Orku í Eldvörpum á Reykjanesi. Jóhann setti undirskriftasöfnunina af stað um miðjan desember og hafa nú um 1800 manns skrifað þar undir. Jóhann setur markið hátt þar sem hann vill ná 10 þúsund undirskriftum sem hann mun svo færa HS Orku og Grindavíkurbæ sem á haustdögum samþykkti tilraunaboranir fyrirtækisins. Á vef undirskriftasöfnunarinnar segir að Eldvörp séu einstakar jarðminjar á heimsvísu og að hvergi í heiminum megi upplifa jarðvirkni milli tveggja jarðskorpufleka líkt og þar. Þá hafi svæðið að auka að geyma söguleg verðmæti.Jóhann Garðar Þorbjörnssonvísir„Það er út í hött að það sé verið að fara í tilraunaboranir á svæði þar sem eru mjög góðir möguleikar fyrir framtíðarferðamennsku. Þetta mun hafa þau áhrif að svæðið verður ekki lengur ósnortið og ósnortin náttúra er það aðdráttarafl sem Ísland hefur. Við höfum komist að því í ferðamennskunni að fólk er tilbúið að koma til Íslands og borga fyrir það að horfa á ósnortna náttúru,“ segir Jóhann. Hann segir að tilraunaboranirnar muni koma til með að breyta ásýnd svæðisins mikið. Stórir borteigar verði á svæðinu og þá eigi að bora í fimm borhölum. „Þessi víðernistilfinning sem fylgir því að vera í íslenskri náttúru verður ekki eins sterk og náttúruásýndin ekki heldur. Öll svona mannleg áhrif á náttúruna breyta upplifuninni svo mikið og ég held að þetta geti skaðað framtíðarferðamennsku á Reykjanesi þar sem eru miklir möguleikar fyrir hendi.“ Jóhann segir að viðbrögðin við undirskriftasöfnuninni hafi verið góð, bæði hjá ferðaþjónustuaðilum og náttúruverndarsinnum. Hann stefnir að því að ljúka söfnuninni um miðjan janúar en segir þó mögulegt að undirskriftum verði safnað lengur ef vel gengur.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira