Segir tilboð Bauhaus á grillum hlægileg Ingvar Haraldsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. júní 2015 15:05 Auglýsing Bauhaus á grillum hefur vakið athygli. vísir/pjetur „Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“ Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira