Segir þingmenn samþykkja lög án þess að vita hvað stendur í þeim Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 13:44 Helgi Hrafn segir þannig komið fyrir þingmönnum að þeir geti ekki kynnt sér lögin sem þeir eru að samþykkja nægilega vel. Samsett/GVA/Pjetur Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið: Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið:
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira