Segir þingmenn samþykkja lög án þess að vita hvað stendur í þeim Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 13:44 Helgi Hrafn segir þannig komið fyrir þingmönnum að þeir geti ekki kynnt sér lögin sem þeir eru að samþykkja nægilega vel. Samsett/GVA/Pjetur Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið: Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið:
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira