Segir ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins kjósi með þingrofi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 31. mars 2016 07:00 Stjórnarandstaðan lagði á ráðin í gær um að leggja fram tillögu um þingrof í næstu viku. Visir/Vilhelm „Við skulum bara sjá, ég bíð þá eftir að sjá þessa tillögu og ég mun hlusta eftir því hvernig henni er fylgt eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirætlanir stjórnarandstöðunnar um að leggja til þingrof og að boðað verði til alþingiskosninga. „Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarandstöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga,“ segir hann. Aðspurður segir hann ólíklegt að hans eigin flokksmenn muni stökkva á lestina með stjórnarandstöðunni og kjósa með þingrofi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni en nokkrir flokksfélaga hans hafa sagt að það hafi skapað stjórnarsamstarfinu óþægindi að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um eignir eiginkonu sinnar á Bresku Jómfrúareyjum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í fyrradag kom í ljós að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi áður tengst félögum í skattaskjólum. Stjórnarandstaðan mun leggja til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundi tafarlaust um tengsl þriggja ráðherra í ríkisstjórninni við aflandsfélög eða skattaskjól og að umboðsmaður Alþingis verði kallaður fyrir nefndina og kannað hvernig hann geti brugðist við. Bjarni á ekki von á því að aðkoma umboðsmanns Alþingis muni draga fleiri upplýsingar fram á sjónarsviðið. „Ég skal ekkert um það segja, ég á ekki von á því sérstaklega,“ segir hann. „Ef fólk sér ástæðu til að virkja kraft stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða eftir atvikum umboðsmann Alþingis, þá er það sjálfsagt að menn geri það. Ég hef ekkert við það að athuga.“Bjarni segir tillöguna ekki koma sér á óvart.Vísir/PjeturSigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar fyrirætlunum stjórnarandstöðunnar. „Mér líst vel á það ef þau ætla að manna sig upp í að flytja vantrauststillögu þó þau vilji kalla hana öðru nafni. Ef menn eru til í að sjá af tíma þingsins til að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar og jafnvel bera hann saman við þá síðustu er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Sigmundur. „Við erum sammála um það að ríkisstjórnin er rúin trausti og það er mikilvægt að þjóðin fái að ganga að kjörborðinu og kjósa upp á nýtt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þjóðin var leynd upplýsingum í aðdraganda síðustu kosninga sem hún á rétt á að séu uppi á borði þegar hún gerir upp hug sinn.“ Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögunni, til að mynda með tilliti til þess hvenær ætti að kjósa. „Stóra spurningin sem alþingismenn stjórnarmeirihlutans þurfa að spyrja sig er ekki hvort það sé hægt að berja sig til hlýðni við ríkisstjórnarmeirihlutann heldur hvort þeir séu virkilega á þeim stað að þeir óttist kjósendur sína,“ segir Árni aðspurður hvort að hann telji einhverjar líkur á að þingmenn stjórnarmeirihlutans muni kjósa með þingrofi. Árni Páll segir upplýsingum hafa verið leynt fyrir kjósendum.Vísir/vilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar Framtíðar segir það falla undir eftirlitshlutverk Alþingis að bregðast við auknu vantrausti í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni. „Við upplifum það allavega að það sé komið djúpt vantraust í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni og forsætisráðherra eftir þær upplýsingar sem komið hafa fram undanfarna daga,“ segir hann og segir enga aðra stöðu í boði en að rjúfa þing og boða til kosninga. Björt Framtíð, Vinstri Græn og Samfylkingin hafa mælst með afar lágt fylgi undanfarna mánuði. Bæði Óttarr og Árni óttast ekki kosningar þrátt fyrir það og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að aðstæður einstaka flokka skipti ekki máli í þessu samhengi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars. Panama-skjölin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Við skulum bara sjá, ég bíð þá eftir að sjá þessa tillögu og ég mun hlusta eftir því hvernig henni er fylgt eftir,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um fyrirætlanir stjórnarandstöðunnar um að leggja til þingrof og að boðað verði til alþingiskosninga. „Það kemur svo sem ekkert á óvart frá stjórnarandstöðunni miðað við þau orð sem hafa fallið undanfarna daga,“ segir hann. Aðspurður segir hann ólíklegt að hans eigin flokksmenn muni stökkva á lestina með stjórnarandstöðunni og kjósa með þingrofi. „Ég hef enga ástæðu til að ætla það,“ segir Bjarni en nokkrir flokksfélaga hans hafa sagt að það hafi skapað stjórnarsamstarfinu óþægindi að forsætisráðherra hafi ekki upplýst um eignir eiginkonu sinnar á Bresku Jómfrúareyjum fyrir síðustu alþingiskosningar. Í fyrradag kom í ljós að Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi áður tengst félögum í skattaskjólum. Stjórnarandstaðan mun leggja til að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundi tafarlaust um tengsl þriggja ráðherra í ríkisstjórninni við aflandsfélög eða skattaskjól og að umboðsmaður Alþingis verði kallaður fyrir nefndina og kannað hvernig hann geti brugðist við. Bjarni á ekki von á því að aðkoma umboðsmanns Alþingis muni draga fleiri upplýsingar fram á sjónarsviðið. „Ég skal ekkert um það segja, ég á ekki von á því sérstaklega,“ segir hann. „Ef fólk sér ástæðu til að virkja kraft stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar eða eftir atvikum umboðsmann Alþingis, þá er það sjálfsagt að menn geri það. Ég hef ekkert við það að athuga.“Bjarni segir tillöguna ekki koma sér á óvart.Vísir/PjeturSigmundur Davíð Gunnlaugsson fagnar fyrirætlunum stjórnarandstöðunnar. „Mér líst vel á það ef þau ætla að manna sig upp í að flytja vantrauststillögu þó þau vilji kalla hana öðru nafni. Ef menn eru til í að sjá af tíma þingsins til að ræða árangur þessarar ríkisstjórnar og jafnvel bera hann saman við þá síðustu er ekkert nema gott um það að segja,“ segir Sigmundur. „Við erum sammála um það að ríkisstjórnin er rúin trausti og það er mikilvægt að þjóðin fái að ganga að kjörborðinu og kjósa upp á nýtt,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þjóðin var leynd upplýsingum í aðdraganda síðustu kosninga sem hún á rétt á að séu uppi á borði þegar hún gerir upp hug sinn.“ Ekki liggur fyrir útfærsla á tillögunni, til að mynda með tilliti til þess hvenær ætti að kjósa. „Stóra spurningin sem alþingismenn stjórnarmeirihlutans þurfa að spyrja sig er ekki hvort það sé hægt að berja sig til hlýðni við ríkisstjórnarmeirihlutann heldur hvort þeir séu virkilega á þeim stað að þeir óttist kjósendur sína,“ segir Árni aðspurður hvort að hann telji einhverjar líkur á að þingmenn stjórnarmeirihlutans muni kjósa með þingrofi. Árni Páll segir upplýsingum hafa verið leynt fyrir kjósendum.Vísir/vilhelmÓttarr Proppé formaður Bjartrar Framtíðar segir það falla undir eftirlitshlutverk Alþingis að bregðast við auknu vantrausti í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni. „Við upplifum það allavega að það sé komið djúpt vantraust í samfélaginu gagnvart ríkisstjórninni og forsætisráðherra eftir þær upplýsingar sem komið hafa fram undanfarna daga,“ segir hann og segir enga aðra stöðu í boði en að rjúfa þing og boða til kosninga. Björt Framtíð, Vinstri Græn og Samfylkingin hafa mælst með afar lágt fylgi undanfarna mánuði. Bæði Óttarr og Árni óttast ekki kosningar þrátt fyrir það og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi að aðstæður einstaka flokka skipti ekki máli í þessu samhengi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 31. mars.
Panama-skjölin Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira