Segir Minjastofnun í Indiana Jones-leik Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2014 09:00 Fornleifafræðingarnir segja að hætta sé á að minjavarsla fari marga áratugi aftur í tímann. Mynd/Aðsend Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Átta fornleifafræðingar gagnrýna vinnubrögð Minjastofnunar harðlega, sem þeir segja á skjön við bæði stjórnsýslu- og samkeppnislög.Dr. Bjarni F. Einarsson, framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofnunar, segir í samtali við Fréttablaðið að Minjastofnun sé í „Indiana Jones-leik“ hér og þar um landið. Fornleifafræðingarnir átta segja Minjafræðistofnun taka að sér verkefni við fornleifarannsóknir sem stofnunin eigi aðeins að hafa eftirlit með og gefa leyfi fyrir, auk þess sem stofnunin sé umsagnaraðili í skipulagsmálum og málum er lúta að mati á umhverfisáhrifum. Þessi verkefni eigi ekki að vera á hendi stofnunarinnar heldur sjálfstætt starfandi fornleifafræðinga. Bjarni segir að það geti vart talist eðlileg stjórnsýsla að Minjastofnun taki að sér verkefni sem eigi að vera sinnt af fornleifafræðingum á markaði, enda geti hún ekki haft eftirlit með sjálfri sér.Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur„Þetta hefur að okkar mati þær afleiðingar að minjavarslan fer marga áratugi aftur í tímann. Minjastofnun getur ekki gert neinar kröfur til sjálfrar sín, það er engin skýrslugerð, það er engin eftirfylgni, og hún hefur eftirlit með sjálfri sér sem er öllum skaðlegt,“ segir Bjarni.Í grein sem hópurinn birtir á Vísi í dag segir að vitað sé um dæmi þar sem framkvæmdaaðilum hafi verið mismunað án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Sumir hafi fengið þjónustu frá Minjastofnun sér að kostnaðarlausu en aðrir hafi þurft að ráða til sín þjónustu fornleifafræðinga á markaði og greitt fullt og eðlilegt verð fyrir. Þegar sams konar aðilar, sams konar mál, fái mismunandi meðferð hjá opinberri stofnun sé ekki gætt að jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Þeir segja að ef fram heldur sem horfir muni þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi.Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Fornminjar Tengdar fréttir Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Minjavarsla á villigötum Ef fram heldur sem horfir mun þessi stefna Minjastofnunar gera út af við íslenska fornleifafræði eins og hún hefur þróast síðastliðna áratugi. 7. ágúst 2014 09:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir