Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar 25. apríl 2013 12:06 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi. „Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
„Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira