Segir kosningalykt af opnun sjóræningjasíðunnar 25. apríl 2013 12:06 Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi. „Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Mín tilfinning er sú að þetta sé mjög sérstök tímasetning, svona rétt fyrir kosningar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, samtaka myndréttarhafa á Íslandi, um þau tíðindi að umdeildasta og mest notaðasta skáarskiptasíða veraldar, Thepiratebay, sé nú komin með íslenskt lén. Síðan var áður með sænskt lén. Það er einn af stofnendum síðunnar, Fredrik Neij, sem er skráður fyrir léninu hér á landi. Snæbjörn segir skýr dómafordæmi fyrir því að svona síður séu ólöglegar á Íslandi. „Þessi síða er alveg kolólögleg og við höfum dómafordæmi eins og með síðurnar dcc++ og istorerrent,“ útskýrir hann en dómar féllu í Hæstarétti í báðum málum. Snæbjörn telur því ekki miklar líkur á því að sjóræningjasíðan fái að standa lengi óáreitt með íslenskt lén. „Þetta er bara eins skýrt og það verður,“ bætir hann við. Snæbjörn segist raunar meira undrandi á ákvörðun ISNIC sem útdeilir íslenskum lénum. „Maður hefði haldið að málið væri nokkuð augljóst,“ segir Snæbjörn og bætir við að miðað við þetta sé engar hömlur á því hverskonar síður fái íslensk lén. Spurður hvernig SMÁÍS ætli að bregðast við málinu svarar Snæbjörn að hann eigi enn eftir að ráðfæra sig við sína menn, „enda kom þetta vægast sagt á óvart í morgun.“ Hann bætir við að það verði alveg örugglega gripið til aðgerða, en líklega muni hann byrja á því að beina vinsamlegum tilmælum til ISNIC um að svipta síðuna léninu í ljósi íslenskra laga um vernd á hugverki. Ef það virkar ekki verða frekari aðgerðir skoðaðar. „En annars held ég að það hefði enginn opnað þessa síðu fyrir kosningar, enda augljóslega tapað mál. Það er dálítil kosningalykt af þessu,“ segir Snæbjörn að lokum en síðan er nátengd Píratahreyfingunni í Evrópu og var meðal annars í umsjá sænska Pírataflokksins áður en hún fékk íslenskt lén. Þegar haft var samband við Birgittu Jónsdóttur, eins af forsvarsmönnum Píratanna hér á landi, sagði hún flokkinn hér á landi ekki standa á bak við opnun síðunnar með íslensku léni. Ekki náðist í forsvarsmenn ISNIC vegna málsins.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira