Innlent

Segir fólki hent út á guð og gaddinn með tíu daga fyrirvara

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, var í viðtali í Bítinu í morgun.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar, var í viðtali í Bítinu í morgun. Vísir/Anton
„Við hendum bara fólki út á guð og gaddinn með tíu daga fyrirvara. Og mönnum finnst það sæmandi. Og útskýringarnar sem menn draga fram, sem réttlætir það, sé að menn séu að spara milljarð í krónum og aurum,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar, um ákvörðun stjórnvalda að stytta bótatímabil atvinnulausra úr þremur árum í tvö og hálft ár nú um áramótin.

Sigurður var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi ákvörðun stjórnvalda og ástandið sem blasir við öllum þeim sem missa atvinnuleysisbæturnar nú um áramótin.

Sigurður var mjög gagnrýninn á framkvæmdina og segir það alls ekki svo að í þessu felist einhver sparnaður fyrir samfélagið. „Ég held að það sem muni gerast hjá okkur, líkt og gerðist hjá Finnum þegar kreppan reið þar yfir, er að menn sátu uppi með stóran hóp innan samfélagsins sem að voru mjög illa settir í framhaldinu. Þetta voru einstaklingarnir sem að þurrkuðust út. Voru ekki til.“

Sigurður segir þetta fólk sökkva með þessu undir í samfélaginu. „Það hefur engar tekjur. Þá er hættan sú að þú lendir í algerum ófarnaði. Menn munu sjálfsagt leita allra leita til að skapa sér einhverjar tekjur, sama hvaðan þær koma.“

Hvað telur þú marga af þessum 500 sem missa bæturnar nú um áramótin, komi ekki til með að hafa neinar tekjur?

„Ef við horfum til fyrri reynslu þá eru það líklega milli 250 og 300 manns. Það er býsna stór hópur.“

Hlusta má á allt viðtalið við Sigurð í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×