Segir enn vera þörf á sérstöku kvennaorlofi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 8. mars 2016 07:00 Svanhvít Jónsdóttir í orlofsnefnd húsmæðra segir enn þörf á sérstökum ferðum fyrir eldri konur. vísir/pjetur „Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“ Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Orðið húsmóðir er tímaskekkja, en konur af þessari kynslóð þurfa enn á þessum ferðum að halda,“ segir Svanhvít Jónsdóttir, formaður orlofsnefndar Gullbringu- og Kjósarsýslu, um orlof húsmæðra. Fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis að lög um orlof húsmæðra falli úr gildi, lög sem að stofni til eru frá 1960. Í rökstuðningi er talað um breyttar aðstæður kvenna frá því sem var þegar lögin voru sett. „Það er rétt að tímarnir hafa breyst en við höfum samt bent á að það er mikið af konum sem eru einar, eða jafnvel með menn sem þær senda í hvíldarinnlögn til þess að komast frá. Þetta þyrfti að vera kallað kvennaorlof, en ekki húsmæðraorlof.“ Frumvarpið bíður afgreiðslu, orlofsnefnd setti fram gagnrýni á það í ljósi þess að elstu kynslóðir kvenna hafi ekki notið réttinda sem þykja sjálfsögð í dag, svo sem fæðingarorlofs, dagvistunarúrræða og þá eigi margar ekki rétt á lífeyrissjóðsgreiðslum í dag. „Þessar konur eru að detta út,“ segir Svanhvít sem segir þrátt fyrir það enn þörf á kvennaferðum. „Margar eldri konur hafa einangrað sig félagslega, orlofsferðirnar eru hugsaðar til að rjúfa þessa einangrun. Þær fá í ferðunum félagsskap, öryggi og aðstoð. Þó að niðurgreiðslur í þessar ferðir hætti, þá held ég að það verði enn þörf á þessum ferðum. Niðurgreiðslan er líka ógurlega lítil, þetta eru hundrað krónur á íbúa.“ Svanhvít segir margar kvennanna miður sín yfir gagnrýni á ferðirnar. „Þetta eru svo óskaplega litlir peningar sem um ræðir, það er mikill pirringur út í þetta. Okkur finnst það mjög leiðinlegt en þetta eru landslög, við erum kosnar til að gera þetta og við þurfum að gera þetta hvort sem okkur líkar betur eða verr. Það er alltaf verra að vinna undir óánægju sem er auðvitað bara sorglegt. Í ár stendur til að fara til Toscana og í aðventuferð til Þýskalands.“ Athygli vekur að ferðirnar eru ekki sérlega ódýrar eða allt að hundrað og fimmtíu þúsund krónur á hverja og eina. „Það er vegna þess að niðurgreiðslan er ekki svo mikil. Til að byrja með þá voru þetta helst innanlandsferðir en það hefur breyst með þjóðfélaginu. Nú er bæði farið í innanlandsferðir og farið út. Okkur finnst alltaf gaman að fara á Vestfirði og Austfirði.“ Aðalatriðið er að þetta eru konur sem hafa margar verið heimavinnandi alla tíð eins og var þegar lögin voru sett. „Það er einangrunin og öryggið sem skiptir mestu máli. Ekki peningarnir.“
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira