Innlent

Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kári Stefánsson
Kári Stefánsson
„Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ.

Í grein sinni í Fréttablaðinu í dag segir Kári að áformin myndu rústa íslensku heilbrigðiskerfi. Þá segir Kári hryggjarstykkið í viðskiptahugmynd MCPB það að gera út á íslenska sjúkratryggingakerfið og ná sér í hluta af því fé.

Sjá einnig: Fyrst það má skjóta ísbirni

„Þetta verður staður fyrir menn að fara inn á sem geta borgað með sér, þeir fá borgað það sem myndi kosta að fara inná Landspítala frá tryggingunum, og borga það síðan með sér. Á þann hátt myndu þeir búa til tvískipt, stéttaskipt heilbrigðiskerfi,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Fyrst það má skjóta ísbirni

Meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×