Innlent

Segir bréf Jóns Ásgeirs alvarlegt

Forseti Alþingis segir að bréf sem lögfræðingur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformaður 365 hf, sendi Ágústi Ólafi Ágústssyni, formanni viðskiptanefndar, í gær sé í alla staði óvenjulegt.

Í bréfinu er farið fram á að Ágúst Ólafur kalli forsvarsmenn ríkisbankanna þriggja ekki á fund viðskiptanefndar á morgun. Láti hann ekki af kröfunni muni Jón Ásgeir leggja fram kæru.

Ágúst Ólafur sagði í samtali við Vísi í gær að málið lúti að áhyggjum þingheims af því hvort hér á landi sé að myndast einokun á fjölmiðlamarkaði og hvort ríkisbankarnir hafi átt þátt í því. Það sé síðan bankanna að meta hvort bankaleynd sé fyrir hendi í þessu tilviki eða ekki.

,,Bréfið er mjög alvarlegt og ég veit ekki til þess að það séu nokkur fordæmi fyrir því að þingmenn hafi fengið slíka tilkynningu," segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis.

Sturla segir að það skipti afar miklu máli að þingmenn hafi frelsi til að afhafna sig í störfum þingnefnda og fái að spyrja þeira spurninga sem þeir telja nauðsynlegt að spyrja.

Séu einstaklingar ósáttir og telja á sér brotið geta þeir sömu leitað réttar síns fyrir dómstólum, að sögn Sturlu. Ísland sé réttarríki.










Tengdar fréttir

Jón Ásgeir hótar lögsókn fari upplýsingar um fjármögnun 365 fyrir Alþingi

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf, krefst þess að Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis hætti við að knýja forsvarsmenn ríkisbankanna þriggja um svör við lánafyrirgreiðslum vegna kaupa á fjölmiðlahluta 365. Láti hann ekki af kröfunni muni Jón Ásgeir kæra.

Ágúst Ólafur: Hótun Jóns Ásgeirs með ólíkindum

„Mér finnst það afar sérkennilegt ef menn telja sig geta hótað þingmönnum með þessum hætti, að þeir verði einfaldlega kærðir ef þeir spyrji ákveðinna spurninga," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður viðskiptanefndar Alþingis.

Fjármagn til Nýrrar sýnar kom ekki frá íslenskum viðskiptabönkum

„Maður kemur fram opinberlega og segist ætla að brjóta á rétti annars manns. Sá seinni segir: Ef þú brýtur á rétti mínum mun ég kæra þig. Sá fyrri kallar það ósvífnar og forkastanlegar hótanir.“ Þetta er upphafið að yfirlýsingu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni 365 hf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×