Enski boltinn

Segir að Terry sé lausnin fyrir Arsenal

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Terry er kóngurinn í Chelsea og hefur verið um árabil.
John Terry er kóngurinn í Chelsea og hefur verið um árabil. Vísir/Getty
John Terry, fyrirliði Chelsea, er akkúrat leikmaðurinn sem Arsenal þarf ef marka má orð Harry Redknapp í enskum fjölmiðlum.

Arsenal er að ganga í gegnum erfiða tíma í boltanum eins og staðan er, en liðið hefur tapað fimm af síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

Liðið féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir Bayern Munchen en samanlagt fór einvígið 10-2.

Terry er 36 ára og mun að öllum líkindum yfirgefa Chelsea í sumar, en hann hefur verið hjá félaginu í um tuttugu ár.

„Ef ég væri stjóri Arsenal, þá myndi ég taka Terry á morgun,“ sagði Redknapp í samtali við talkSPORT.

„Hann myndi án efa hafa frábær áhrif á liðið og binda vörnina saman. Þeim vantar leiðtoga og Terry er mikill leiðtogi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×