Segir að ríkið virði ekki samkomulag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. ágúst 2015 07:00 Tónlistarskólinn í Reykjavík vísir/anton brink Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Björn Blöndal „Hugmyndafræðin gengur út á það að framhaldsnám, meðal annars í tónlist, sé á ábyrgð ríkisins og grunnnám og nám á miðstigi sé á ábyrgð sveitarfélaga. Þetta snýst svolítið um það,“ segir Björn Blöndal, formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra, um þá alvarlegu stöðu sem tónlistarskólar í Reykjavík eru í, að geta ekki fjármagnað starfsemi sína. „Við klögum þennan bráðavanda upp á ríkið, en þetta eru þó ansi snúin mál.“ Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz væru mjög illa staddir fjárhagslega og að óljóst væri hvort skólarnir gætu haldið áfram starfsemi sinni. Sumarið 2011 var gert samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um nokkur hundruð milljóna króna fjárframlag ríkissjóðs til tónlistarmenntunar á framhaldsstigi. Fjárhæðin átti að ganga upp í kennslukostnað allra framhaldsstigsnema á landinu. Að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur, stjórnarmanns Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, hefur nemendum þó fjölgað og var ekki tekið tillit til launahækkana í kjarasamningum þegar samkomulagið var gert. Töluvert vanti því upp á að fjárhæðin dugi og er uppsafnaður vandi orðinn mikill. Að sögn Þórunnar túlkar ríkið samkomulagið þannig að sveitarfélögum beri að brúa bilið, enda beri þau ábyrgð samkvæmt lögum. Borgin telji hins vegar að samkomulagið aflétti ábyrgð hennar á framhaldsstiginu og neiti að borga. „Þetta stendur á ríkinu. Við gerðum samkomulag í vor um að setja þarna inn ákveðna peninga til að leysa bráðavanda en með skilyrði um aðkomu ríkisins. Ég stóð í þeirri meiningu þá að allt væri klappað og klárt en það er eins og það standi eitthvað á hjá ríkinu,“ segir Björn sem á við samkomulag milli Samtaka tónlistarskóla í Reykjavík, Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins frá því síðastliðið vor. Þar var ákveðið að lagt yrði fram aukið fé til að tryggja rekstur skólanna. Skólarnir hafa þó ekki fengið neitt fjármagn ennþá. Björn segir að borgin muni standa við sinn hluta samkomulagsins. „Við skilum auðvitað okkar framlagi en það verður að því gefnu að ríkið standi við sinn hluta. Okkar framlag eitt og sér bjargar þessu ekki.“ Skólastjórnendur í Reykjavík eru sannfærðir um að lög kveði á um ábyrgð sveitarfélaga á rekstri tónlistarskóla og hefur Tónlistarskólinn í Reykjavík stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira