Innlent

Segir að allt sem heiti samfélagsábyrgð bankans sé varpað fyrir róða

Jón Bjarnason lætur Arion-banka heyra það.
Jón Bjarnason lætur Arion-banka heyra það. visir/anton/pjetur
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður VG gagnrýnir harðlega lokun útibús Arion banka á Hólmavík og bendir á að engin þjónusta verði nú hjá bankanum á öllum Vestfjörðum.

Bankinn hefði fyrirvaralaust tilkynnt um lokunina. Viðskiptavinum hefur verið bent á að nota útibú bankans í Borgarnesi. Jón segir að með lokuninni hverfi störf þriggja fjölskyldna úr bæjarfélaginu og þjónustan skerðist.

Allt sem heiti samfélagsábyrgð bankans er varpað fyrir róða, skrifa Jón á bloggsíðu sína í dag. Vitnað er í sveitarstjórann á Hólmavík sem segir þetta kaldar kveðjur frá banka sem sýni stórfelldar hagnaðartölur og greiði æðstu stjórnendum ofurlaun.

Í afkomutilkynningu frá Arionbanka í sumar kemur fram að hagnaður bankans á fyrri hluta ársins nemi 17,4 milljörðum króna og sé það veruleg aukning frá fyrra ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×