Staðgöngumæðrun: Fjölmörg siðferðisleg álitamál

Fjölmargar siðferðislegar spurningar kvikna í umræðu um staðgöngumæðrun, þegar kona gengur með barn fyrir aðra og lætur það af hendi við fæðingu. Bent hefur verið á dæmi um að staðgöngumóðir neiti að láta barn af hendi, eða að viðtökuforeldrar neiti að taka við barni þegar það hefur fæðst af einhverjum ástæðum. Þá eru mjög skiptar skoðanir um þessi mál hérlendis, eins og bent hefur verið á í fréttum Stöðvar 2. Í fréttaskýringunni sem hér fylgir, fjallar Ingimar Karl Helgason um þær siðferðislegu spurningar sem hafa vaknað um þessi mál, lagaumhverfi hér og í öðrum löndum, auk þess að beina sjónum að Indlandi, en málefni íslensks pars sem eignaðist nýlega son fyrir atbeina indverskrar staðgöngumóður hafa mikið verið í umræðunni síðustu vikurnar.

1003
13:09

Vinsælt í flokknum Fréttir