Dálítil væta og hiti að átján stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðvestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag, en tíu til fimmtán á norðanverðu landinu síðdegis. Veður 13.10.2025 07:06
Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Stjórnvöld í Rússlandi hafa lýst yfir áhyggjum vegna tals um að Bandaríkin séu að íhuga að sjá Úkraínumönnum fyrir Tomahawk eldflaugum til að gera árásir á skotmörk í Rússlandi. Erlent 13.10.2025 06:33
Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Fyrstu sjö gíslunum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna á Gasa var sleppt í morgun og þeir afhentir starfsmönnum Rauða krossins á svæðinu. Erlent 13.10.2025 06:30
Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent 12.10.2025 21:20
430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum „Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum. Innlent 12.10.2025 20:03
Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu. Innlent 12.10.2025 19:43
Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram. Innlent 12.10.2025 18:38
Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Innlent 12.10.2025 18:10
Vinnuslys í bakaríi Lögregla var kölluð til vegna vinnuslyss í bakaríi í dag en áverkarnir reyndust minniháttar. Innlent 12.10.2025 17:58
Tuttugu stig á nokkrum stöðum Hitatölur náðu tuttugu stigum á nokkrum stöðum á Austurlandi í dag. Átta ár eru síðan hiti mældist rauf tuttugu gráða múrinn í október. Veður 12.10.2025 16:44
Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúaráðs segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna. Innlent 12.10.2025 16:01
„Ég hef aldrei skorast undan neinu“ „Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag. Innlent 12.10.2025 15:48
Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Flutningabílum hlöðnum hjálpargögnum var ekið inn í Gasa snemma í morgun. Ísraelsher segir fimm hundruð slíka bíla hafa farið yfir egypsku landamærin í dag en hjálparsamtök kalla eftir mun meiri aðstoð. Erlent 12.10.2025 15:12
Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla. Innlent 12.10.2025 14:54
Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Innlent 12.10.2025 13:43
Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Innlent 12.10.2025 13:03
Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Skrúðganga í þjóðbúningum í fylgd fornbíla verður einn af hápunktum dagsins á Eyrarbakka í dag því þar stendur Þjóðbúningafélag Íslands og Byggðasafnið á staðnum fyrir hátíðin, sem nefnist „Þjóðbúningar og skart“. Innlent 12.10.2025 12:15
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. Innlent 12.10.2025 12:01
Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 12.10.2025 09:46
Ian Watkins myrtur af samföngum Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 12.10.2025 08:21
Allt að 18 stig í dag Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands. Veður 12.10.2025 07:53
Líkamsárás við skemmtistað Tilkynnt var um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í nótt. Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 12.10.2025 07:47
Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Tuttugu og tveir voru handteknir og táragasi var beitt þegar til átaka kom á mótmælum við Ullevaal-leikvanginn í Ósló. Þar atti norska landsliðið kappi við það ísraelska í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári. Erlent 11.10.2025 23:53
Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Leiðtogar tuttugu ríkja, þeirra á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti, Abdel Fattah el-Sisi Egyptlandsforseti og Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, munu koma saman í strandbænum Sharm El-Sheikh við Rauðahafið til að ræða það hvernig megi binda enda á stríðið á Gasaströndinni. Erlent 11.10.2025 22:17
Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Smáskjálftahrina reið yfir á Sundhnúksgígaröðinni á níunda tímanum í kvöld. Skjálftarnir mældust á svipuðum slóðum við upphaf síðustu kvikuhlaupa. Svipuð hrina reið yfir á sama svæði tveimur vikum fyrir eldgos í nóvember í fyrra. Innlent 11.10.2025 21:47