Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Velunananar hafa hrint af stað söfnun fyrir Brynju Þrastardóttur, ekkju Hjörleifs Haks Guðmundssonar sem var myrtur í Gufunesmálinu fyrr á þessu ári. Innlent 2.11.2025 14:56
Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. Innlent 2.11.2025 14:52
Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni. Erlent 2.11.2025 13:20
Hvassast á Vestfjörðum Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind. Veður 2.11.2025 08:52
Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Samstaðan, sem náðist milli stjórnmálaflokkanna í Færeyjum í síðustu viku um veglínu Suðureyjarganga, virðist ekki eins víðtæk og ætla mátti. Náttúru- og umhverfissamtök hafa risið upp og mótmælt og íbúar Sandeyjar virðast afar ósáttir. Deildir flokkanna á Sandey leggjast hart gegn niðurstöðunni. Þá lýsa lykilmenn í efnahagsmálum eyjanna þeirri skoðun að jarðgöngin séu fjárhagslegt glapræði. Færeyingar muni ekki hafa ráð á göngunum. Erlent 2.11.2025 08:08
Níu í lífshættu eftir stunguárásina Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. Erlent 2.11.2025 08:00
Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Ölvaður ökumaður var stöðvaður við akstur í Garðabæ í gærkvöldi með tvö börn í bíl sínum. Var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar. Innlent 2.11.2025 07:43
Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi. Erlent 1.11.2025 22:27
Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi. Erlent 1.11.2025 22:15
Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Innlent 1.11.2025 20:03
Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu. Innlent 1.11.2025 20:00
Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Innlent 1.11.2025 19:15
Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Þrettán ára stúlka frá Louisiana-ríki Bandaríkjanna fannst á í kassa á heimili manns, sem hún hafði kynnst á netinu, í Pennsylvaníuríki. Erlent 1.11.2025 18:16
Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Formaður Félags fasteignasala segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu og ríkir nú á fasteignamarkaði í kjölfar dóms í vaxtamálinu svokallaða. Hver dagur og vika sem líði í óvissu hafi neikvæð áhrif á markaðinn til lengri tíma. Innlent 1.11.2025 18:00
Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Formaður alþjóðanefndar Stúdenráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir. Innlent 1.11.2025 16:15
Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Ein kona hefur verið ákærð fyrir rán í Louvre-safninu í París. Konungsdjásnum Frakka var stolið fyrir um tveimur vikum. Erlent 1.11.2025 15:26
Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. Innlent 1.11.2025 14:06
Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins. Innlent 1.11.2025 12:11
Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Breytingar á lánareglum Seðlabankans munu ekki hafa áhrif á fjölda fólks, þar sem reglur um greiðslubyrði haldast þær sömu. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Þó geti um fimmtán hundruð kaupendur komið nýir inn á fasteignamarkaðinn. Innlent 1.11.2025 11:48
Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að líta þurfi á eignir landsbyggðafólks á höfuðborgarsvæðinu eins og sumarbústaði. Þá sé verið að útiloka ákveðinn hóp íbúðaeigenda með því að nýting séreignasparnaðar inn á höfuðstól lána sé bundin til tíu ára. Innlent 1.11.2025 11:06
Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Innlent 1.11.2025 11:03
Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Reykjavíkurborg hyggst ráðast í úttekt á sundlaug Vesturbæjar. Lauginni hefur ítrekað verið lokað síðustu mánuði vegna viðgerða. Innlent 1.11.2025 10:50
Demókratar vilja yfirheyra Andrew Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna. Erlent 1.11.2025 10:19
Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla. Innlent 1.11.2025 09:33