Fréttir

Fréttamynd

Fækka eftir­lits­aðilum veru­lega

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja sam­ræmd próf og móttökudeildir fyrir inn­flytj­endur

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum.

Innlent
Fréttamynd

„Ég treysti því að stjórn­völd vakni og hjálpi okkur“

Aðeins átján starfsmenn eru nú starfandi hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu starfsmönnum var sagt upp til viðbótar við þá áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Formaður Verkalýsðsfélagsins Framsýnar vonast til að stjórnvöld fari að vakna og hjálpa samfélaginu á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Sótt að Snorra vegna fram­komu hans og forn­eskju­legra skoðana

Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkir honum við „geltandi kjána“ og margir gagnrýna forneskjulegar skoðanir hans í garð hinsegin fólks og yfirgang í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afgan­istan

Talsmaður Talibana í Afganistan segir að búið sé að staðfesta að fjöldi látinna vegna kröftugs jarðskjálfta sem varð á sunnudaginn sé kominn yfir 1.400. Búist er við því að fjöldinn muni hækka enn frekar en rúmlega þrjú þúsund eru sagðir slasaðir.

Erlent
Fréttamynd

Nýr matsferill „stór­kost­legar fréttir“ að mati for­manns

Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður.

Innlent
Fréttamynd

Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana

Bandarískir þingmenn þurfa að lyfta grettistaki þegar þeir mæta til vinnu í dag eftir sumarfrí og hafa takmarkaðan tíma til þess. Núgildandi fjárlög gilda eingöngu út þennan mánuð og til að samþykkja ný munu Repúblikanar þurfa atkvæði frá Demókrötum í öldungadeildinni.

Erlent
Fréttamynd

Róbert sá þriðji til að að­stoða Heiðu á rúmu hálfu ári

Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag.

Innlent
Fréttamynd

Létt­skýjað vestan- og sunnan­til en blautara annars staðar

Víðáttumikil lægð skammt norður af Skotlandi stjórnar veðrinu á landinu í dag og á morgun og má reikna með norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu á norðan- og austanverðu landinu. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu á Austfjörðum um tíma í dag, en yfirleitt léttskýjuðu sunnan- og vestanlands.

Veður
Fréttamynd

„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara.

Innlent
Fréttamynd

Eftir­lýstur náðist á nöglunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. 

Innlent