Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvalavinurinn ekki lengur eftir­lýstur

Alþjóðalögreglan Interpol hefur fjarlægt aðgerðarsinnann og hvalavininn Paul Watson af lista sínum yfir eftirlýsta glæpamenn. Hann var handtekinn á síðasta ári á Grænlandi en er einnig alræmdur innan hvalveiðiiðnaðarins á Íslandi.

Erlent
Fréttamynd

Epstein mætti í brúð­kaup Trumps

Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí sagður stíga skref í átt að al­ræði

Úkraínumenn hafa fylkt á götur út og efnt til fjölmennra mótmæla víða um landið vegna nýrrar löggjafar sem samþykkt var á úkraínska þinginu í gær. Mótmælendur segja Selenskí gefa spillingu lausan tauminn og grafa undan sjálfstæði ákæruvaldsins.

Erlent
Fréttamynd

Tengist ekki skuggaflota Rúss­lands

Íslenska fyrirtækið Vélfag óskar eftir víðari undanþágu vegna viðskiptaþvingana sem fyrirtækið sætir vegna erlends móðurfélags þess. Framkvæmdastjórinn segist bjartsýnn þar sem þvinganirnar séu að ástæðulausu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði gróft of­beldi gegn eigin for­eldrum og að hafa ekið á mann

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir mikinn fjölda brota, sem beindust meðal annars að foreldrum hans. Auk þess að beita þá líkamlegu ofbeldi kallaði hann móður sína hóru og ógeð og sagðist vona að faðir hans létist sem fyrst. Hann játaði sök í öllum ákæruliðum.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna.

Innlent
Fréttamynd

Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð

Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin.

Erlent
Fréttamynd

Sjald­séður bein­hákarl í Faxa­flóa

Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“

Hunter Biden, sonur Joe Bidens fyrrverandi Bandaríkjaforseta, er ómyrkur í máli í nýju viðtali þar sem hann hraunar yfir stórleikarann George Clooney og aðra áhrifamenn í Demókrataflokknum sem kröfðust þess að Biden drægi sig úr forsetaframboði í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill banna sjókvíaeldi

Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu.

Innlent