Enski boltinn

Scholes: Liverpool hefði átt að kaupa færri en betri leikmenn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool.
Mario Balotelli hefur átt erfitt uppdráttar hjá Liverpool. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United og landsliðsmaður Englands, segir að Mario Balotelli geti ekki tekið á sig alla sökina vegna dapurs gengis Liverpool við upphaf leiktíðar.

Scholes bendir á aðra leikmenn í pistli sínum í breska blaðinu Independent í dag og segir Balotelli fá mestu skammirnir því auðveldast sé að benda á hann.

„Balotelli fær mestu skammirnar og þannig sleppa aðrir leikmenn sem fengnir voru til félagsins í sumar,“ segir Scholes.

Dejan Lovren hefur átt í vandræðum. Lazar Markovic er ekki búinn að skora og hann kostaði 20 milljónir punda. AlbertoMoreno er fljótur en á eftir að sanna sig sem varnarmaður.“

Adam Lallana virðist vera sá eini sem líður vel á vellinum en samt kostaði hann 25 milljónir punda sem var alltof mikið.“

„Ég veit að BrendanRodgers þurfti að stækka leikmannahópinn, en Liverpool hefði átt að fá sér færri leikmenn með meiri gæði. Balotelli getur ekki tekið á sig alla sökina fyrir allt saman,“ segir Paul Scholes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×