Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu BBI skrifar 7. ágúst 2012 19:44 Hjálmar með Listaháskólann í bakgrunn. Mynd/GVA Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent