Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu BBI skrifar 7. ágúst 2012 19:44 Hjálmar með Listaháskólann í bakgrunn. Mynd/GVA Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent