Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu BBI skrifar 7. ágúst 2012 19:44 Hjálmar með Listaháskólann í bakgrunn. Mynd/GVA Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við. Mest lesið Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Erlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Fleiri fréttir Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í „að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. „Það er ekki þannig að þetta bitni á landbúnaðarkerfinu eða eitthvað svoleiðis. Þetta lendir bara á menningunni og menningarstarfsemi. Almenningur getur ekki endalaust dælt peningum í hana," segir hann. Hann vekur máls á því að hallarekstur Hörpunnar í ár, sem nemur líklega 407 milljónum, sé einn sér á við tvo þriðjuhluta af rekstrarkostnaði við Listaháskólans. „Það er blóðugt að horfa upp á þetta þegar maður þarf sjálfur að horfa í hvern fimm þúsund kall," segir hann. Í viðtali á Rás eitt á síðasta ári viðraði Hjálmar áhyggjur af því að einmitt þetta yrði raunin. „Þetta viðtal við mig í útvarpinu í fyrra vakti mikla athygli og ég fékk harða gagnrýni. En nú finnst mér þetta allt því miður vera að rætast," segir hann. Þar á hann ekki síst við hugmyndir rekstraraðila Hörpunnar um að sinfóníuhljómsveit Íslands og Óperan greiði tvöfalda leigu. Hann telur að ef eitthvað slíkt verði að veruleika muni framlög til annarrar menningarstarfsemi minnka í réttu hlutfalli. Hjálmar vekur á því athygli að raunin er ekki sú að öllum í menningargeiranum finnist smíði hússins og rekstur vera eðlilegur. „Það er alls ekki þannig að allir listamenn hafi stutt þetta. Á sínum tíma voru forsendur fyrir byggingunni mikið gagnrýndar," segir hann. Hann segir að menn hafi lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss en á þensluárunum fyrir hrun hafi málið einhvern veginn komist úr höndum upphafsmannanna og þá hafi vantað gagnrýnar raddir í ferlinu. „Þetta er flaggmál hrunsins, alger oflátungsháttur," segir hann og telur mikilvægt að aðdragandi og ákvörðunartaka í málinu verði rannsökuð, þá fyrst og fremst til að geta lært af mistökunum. Hann tekur fram að hann er ánægður með að sinfóníuhljómsveitin er loks komin í almennilegan sal. „En ég er miður mín yfir að starfsemin sé fyrir vikið blóðmjólkuð," bætir hann við.
Mest lesið Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Innlent Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Innlent Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Erlent Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Innlent „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Fleiri fréttir Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Óákveðin hvort hún fari aftur fram fyrir Sósíalista: „Mér finnst þetta bara orðið bull“ Tugir missa vinnuna í sumar Segir ráðherra sjálfum í lófa lagið að breyta leikreglum svo ágóðinn rati vestur Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Múmínlundurinn verður Ævintýraskógur á meðan leyst er úr höfundarrétti Störf á landsbyggðinni, skortur á sérfræðiþekkingu kennara og óperugala Sektaður fyrir að vera á 101 kílómetra hraða í 101 Rektorar allra íslenskra háskóla lýsa yfir miklum áhyggjum Ekki gagnlegt að stilla fyrirtækjum upp gegn starfsfólki Krefst aðkomu Vinstri grænna að endurmótun varnarmálastefnu Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Veðurstofan nýtir ofurtölvu til að herma eftir hraunflæði „Samfélagsleg ábyrgð þessa fyrirtækis virðist ekki vera nein“ Óhress innviðaráðherra, öryggis- og varnarmál og ofurtölva Árásarmaðurinn ölvaður Íslendingur Ný kirkjuhandbók og kaldar kveðjur til ferðaþjónustunnar Ráðist á rútubílstjóra og vegfarendur yfirbuguðu árásarmanninn „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Sjá meira