Erlent

Sarkozy aftur í forsetaframboð

Samúel Karl Ólason skrifar
Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. Vísir/EPA
Franski stjórnmálamaðurinn Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að hann ætli aftur að bjóða sig fram til forseta í Frakklandi. Kosningarnar fara fram á næsta ári. Sarkozy, sem er 61 árs gamall, var kojörinn forseti árið 2007 en tapaði í kosnngunum 2012 fyrir Francois Hollande.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í forsetakosningunum 2017. Ég tel mig búa yfir styrk til að leiða baráttuna á þessum erfiðu tímum,“ skrifaði Sarkozy á Facebooksíðu sína.

Eftir ósigurinn árið 2012 sagði Sarkozy að hann myndi yfirgefa opinberan vettvang. Hann sneri þó aftur í stjórnmálin árið 2014 og tók við sem leiðtogi UMP flokksins, sem hann stýrði einnig áður en hann varð forseti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×